Fram sló í gærkvöldi Fylki úr leik í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í skrautlegum leik í Árbænum.
Tvö mörk og þrjú rauð spjöld litu dagsins ljós í leiknum. Bæði mörkin skoraði Hjálmar Þórarinsson fyrir Fram en Fylkismenn fengu allir að líta rauðu spjöldin, þeirra á meðal Ólafur Þórðarson þjálfari.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir hans hér fyrir neðan.