Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic á í erfiðleikum með að finna leiðina að neti andstæðingana þessa dagana.
Sergio Busquets, liðsfélagi hans hjá Barcelona, segir þó ekkert að óttast.
„Hann er að vinna vel fyrir liðið, er sífellt ógnandi og varnarmennirnir eiga í vandræðum með hann. Mörkin munu koma aftur. Það hvílir þungt á honum að hafa ekki skorað lengi en hann þarf ekki að missa svefn, hann mun skora bráðlega," sagði Busquets.
Börsungar eru í góðri stöðu í spænsku deildinni og unnu 1-0 sigur á Sporting Gijon í gær. Pedro skoraði eina mark leiksins.