E.C.A. býður upp á gosflug í herflugvélum 1. apríl 2010 07:00 Eldgosið Þeir sem nýta sér boð E.C.A. eiga mikið sjónarspil í vændum. Fréttablaðið/vilhelm Eldgos Hollenska fyrirtækið E.C.A., sem sótt hefur um að fá að skrá 20 óvopnaðar orrustuþotur á Miðnesheiði, ætlar að bjóða landsmönnum í útsýnisflug yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi eftir hádegi í dag í sérútbúnum Herkúles-flutningavélum. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gærkvöldi segir að það hafi ekki farið varhluta af þeirri neikvæðu umræðu sem gjarnan fylgi fyrirtækjum sem starfa að hernaði. Ákvörðunin sé liður í að bæta ímynd fyrirtækisins á Íslandi og eyða tortryggni í þess garð. Herkúles-vélarnar eru yfirleitt notaðar til að flytja hermenn milli landa. Áætlað er að tvær slíkar lendi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 14.30 í dag og fari með áhugasama í um einnar og hálfrar klukkustundar útsýnisferð yfir eldgosið. Í tilkynningunni segir að samtals komist um 250 manns í vélarnar og er fólk því hvatt til að mæta tímanlega í flugstöðina. „Þetta er hrein ögrun yfir páskahátíðirnar,“ segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Það er algjörlega forkastanlegt að þetta sé heimilað og við hljótum að krefjast þess að yfirvöld taki í taumana og við væntum þess að fá Þjóðkirkjuna og biskup með okkur í að mótmæla þessu harðlega.“ Vélarnar séu þess utan óskráðar hér á landi og því vandséð að flugið standist lög. Stefán hvetur fólk til að mæta á Reykjavíkurflugvöll og mótmæla, og býst við því að hann muni sjálfur verða vopnaður málningu. „Ef allt um þrýtur munum við svo auðvitað reyna að koma í veg fyrir að vélarnar komist á loft.“ - fa Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Eldgos Hollenska fyrirtækið E.C.A., sem sótt hefur um að fá að skrá 20 óvopnaðar orrustuþotur á Miðnesheiði, ætlar að bjóða landsmönnum í útsýnisflug yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi eftir hádegi í dag í sérútbúnum Herkúles-flutningavélum. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gærkvöldi segir að það hafi ekki farið varhluta af þeirri neikvæðu umræðu sem gjarnan fylgi fyrirtækjum sem starfa að hernaði. Ákvörðunin sé liður í að bæta ímynd fyrirtækisins á Íslandi og eyða tortryggni í þess garð. Herkúles-vélarnar eru yfirleitt notaðar til að flytja hermenn milli landa. Áætlað er að tvær slíkar lendi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 14.30 í dag og fari með áhugasama í um einnar og hálfrar klukkustundar útsýnisferð yfir eldgosið. Í tilkynningunni segir að samtals komist um 250 manns í vélarnar og er fólk því hvatt til að mæta tímanlega í flugstöðina. „Þetta er hrein ögrun yfir páskahátíðirnar,“ segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Það er algjörlega forkastanlegt að þetta sé heimilað og við hljótum að krefjast þess að yfirvöld taki í taumana og við væntum þess að fá Þjóðkirkjuna og biskup með okkur í að mótmæla þessu harðlega.“ Vélarnar séu þess utan óskráðar hér á landi og því vandséð að flugið standist lög. Stefán hvetur fólk til að mæta á Reykjavíkurflugvöll og mótmæla, og býst við því að hann muni sjálfur verða vopnaður málningu. „Ef allt um þrýtur munum við svo auðvitað reyna að koma í veg fyrir að vélarnar komist á loft.“ - fa
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira