E.C.A. býður upp á gosflug í herflugvélum 1. apríl 2010 07:00 Eldgosið Þeir sem nýta sér boð E.C.A. eiga mikið sjónarspil í vændum. Fréttablaðið/vilhelm Eldgos Hollenska fyrirtækið E.C.A., sem sótt hefur um að fá að skrá 20 óvopnaðar orrustuþotur á Miðnesheiði, ætlar að bjóða landsmönnum í útsýnisflug yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi eftir hádegi í dag í sérútbúnum Herkúles-flutningavélum. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gærkvöldi segir að það hafi ekki farið varhluta af þeirri neikvæðu umræðu sem gjarnan fylgi fyrirtækjum sem starfa að hernaði. Ákvörðunin sé liður í að bæta ímynd fyrirtækisins á Íslandi og eyða tortryggni í þess garð. Herkúles-vélarnar eru yfirleitt notaðar til að flytja hermenn milli landa. Áætlað er að tvær slíkar lendi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 14.30 í dag og fari með áhugasama í um einnar og hálfrar klukkustundar útsýnisferð yfir eldgosið. Í tilkynningunni segir að samtals komist um 250 manns í vélarnar og er fólk því hvatt til að mæta tímanlega í flugstöðina. „Þetta er hrein ögrun yfir páskahátíðirnar,“ segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Það er algjörlega forkastanlegt að þetta sé heimilað og við hljótum að krefjast þess að yfirvöld taki í taumana og við væntum þess að fá Þjóðkirkjuna og biskup með okkur í að mótmæla þessu harðlega.“ Vélarnar séu þess utan óskráðar hér á landi og því vandséð að flugið standist lög. Stefán hvetur fólk til að mæta á Reykjavíkurflugvöll og mótmæla, og býst við því að hann muni sjálfur verða vopnaður málningu. „Ef allt um þrýtur munum við svo auðvitað reyna að koma í veg fyrir að vélarnar komist á loft.“ - fa Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Eldgos Hollenska fyrirtækið E.C.A., sem sótt hefur um að fá að skrá 20 óvopnaðar orrustuþotur á Miðnesheiði, ætlar að bjóða landsmönnum í útsýnisflug yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi eftir hádegi í dag í sérútbúnum Herkúles-flutningavélum. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gærkvöldi segir að það hafi ekki farið varhluta af þeirri neikvæðu umræðu sem gjarnan fylgi fyrirtækjum sem starfa að hernaði. Ákvörðunin sé liður í að bæta ímynd fyrirtækisins á Íslandi og eyða tortryggni í þess garð. Herkúles-vélarnar eru yfirleitt notaðar til að flytja hermenn milli landa. Áætlað er að tvær slíkar lendi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 14.30 í dag og fari með áhugasama í um einnar og hálfrar klukkustundar útsýnisferð yfir eldgosið. Í tilkynningunni segir að samtals komist um 250 manns í vélarnar og er fólk því hvatt til að mæta tímanlega í flugstöðina. „Þetta er hrein ögrun yfir páskahátíðirnar,“ segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Það er algjörlega forkastanlegt að þetta sé heimilað og við hljótum að krefjast þess að yfirvöld taki í taumana og við væntum þess að fá Þjóðkirkjuna og biskup með okkur í að mótmæla þessu harðlega.“ Vélarnar séu þess utan óskráðar hér á landi og því vandséð að flugið standist lög. Stefán hvetur fólk til að mæta á Reykjavíkurflugvöll og mótmæla, og býst við því að hann muni sjálfur verða vopnaður málningu. „Ef allt um þrýtur munum við svo auðvitað reyna að koma í veg fyrir að vélarnar komist á loft.“ - fa
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira