E.C.A. býður upp á gosflug í herflugvélum 1. apríl 2010 07:00 Eldgosið Þeir sem nýta sér boð E.C.A. eiga mikið sjónarspil í vændum. Fréttablaðið/vilhelm Eldgos Hollenska fyrirtækið E.C.A., sem sótt hefur um að fá að skrá 20 óvopnaðar orrustuþotur á Miðnesheiði, ætlar að bjóða landsmönnum í útsýnisflug yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi eftir hádegi í dag í sérútbúnum Herkúles-flutningavélum. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gærkvöldi segir að það hafi ekki farið varhluta af þeirri neikvæðu umræðu sem gjarnan fylgi fyrirtækjum sem starfa að hernaði. Ákvörðunin sé liður í að bæta ímynd fyrirtækisins á Íslandi og eyða tortryggni í þess garð. Herkúles-vélarnar eru yfirleitt notaðar til að flytja hermenn milli landa. Áætlað er að tvær slíkar lendi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 14.30 í dag og fari með áhugasama í um einnar og hálfrar klukkustundar útsýnisferð yfir eldgosið. Í tilkynningunni segir að samtals komist um 250 manns í vélarnar og er fólk því hvatt til að mæta tímanlega í flugstöðina. „Þetta er hrein ögrun yfir páskahátíðirnar,“ segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Það er algjörlega forkastanlegt að þetta sé heimilað og við hljótum að krefjast þess að yfirvöld taki í taumana og við væntum þess að fá Þjóðkirkjuna og biskup með okkur í að mótmæla þessu harðlega.“ Vélarnar séu þess utan óskráðar hér á landi og því vandséð að flugið standist lög. Stefán hvetur fólk til að mæta á Reykjavíkurflugvöll og mótmæla, og býst við því að hann muni sjálfur verða vopnaður málningu. „Ef allt um þrýtur munum við svo auðvitað reyna að koma í veg fyrir að vélarnar komist á loft.“ - fa Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Eldgos Hollenska fyrirtækið E.C.A., sem sótt hefur um að fá að skrá 20 óvopnaðar orrustuþotur á Miðnesheiði, ætlar að bjóða landsmönnum í útsýnisflug yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi eftir hádegi í dag í sérútbúnum Herkúles-flutningavélum. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gærkvöldi segir að það hafi ekki farið varhluta af þeirri neikvæðu umræðu sem gjarnan fylgi fyrirtækjum sem starfa að hernaði. Ákvörðunin sé liður í að bæta ímynd fyrirtækisins á Íslandi og eyða tortryggni í þess garð. Herkúles-vélarnar eru yfirleitt notaðar til að flytja hermenn milli landa. Áætlað er að tvær slíkar lendi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 14.30 í dag og fari með áhugasama í um einnar og hálfrar klukkustundar útsýnisferð yfir eldgosið. Í tilkynningunni segir að samtals komist um 250 manns í vélarnar og er fólk því hvatt til að mæta tímanlega í flugstöðina. „Þetta er hrein ögrun yfir páskahátíðirnar,“ segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Það er algjörlega forkastanlegt að þetta sé heimilað og við hljótum að krefjast þess að yfirvöld taki í taumana og við væntum þess að fá Þjóðkirkjuna og biskup með okkur í að mótmæla þessu harðlega.“ Vélarnar séu þess utan óskráðar hér á landi og því vandséð að flugið standist lög. Stefán hvetur fólk til að mæta á Reykjavíkurflugvöll og mótmæla, og býst við því að hann muni sjálfur verða vopnaður málningu. „Ef allt um þrýtur munum við svo auðvitað reyna að koma í veg fyrir að vélarnar komist á loft.“ - fa
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira