Innlent

Órólega deildin er velkomin

Þingmaður Hreyfingarinnar segist bera virðingu fyrir Steingrími Joð, en að án hans myndu aðrir þingmenn VG „blómstra eins og fegursta blóm í haga“.
Þingmaður Hreyfingarinnar segist bera virðingu fyrir Steingrími Joð, en að án hans myndu aðrir þingmenn VG „blómstra eins og fegursta blóm í haga“.
Þingmaður Hreyfingarinnar, Þór Saari, segir að svokölluð óróleg deild í VG sé velkomin yfir í Hreyfinguna. Stefna þess fólks eigi nú meira sameiginlegt með stefnu Hreyfingarinnar en stefnu VG. Þetta þyrfti þó ekki að þýða stjórnarslit.

„Ef þau kæmu yfir til okkar er ekkert því til fyrirstöðu að ríkisstjórnin yrði enn við völd en menn myndu þá koma að ákveðnum sjónarmiðum. Ég hef lengi talað fyrir þjóðstjórn án Sjálfstæðisflokks,“ segir Þór.

Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að viðræður hafi verið í gangi milli þingmanna flokkanna. Spurður hvort það sé rétt segir Þór: „Ekkert um að þau ætli að ganga til liðs við okkur, ekkert annað en það að þau eru velkomin ef þau vilja. Ég hef heyrt á sumum þeirra að þau eru orðin mjög þreytt á framkomu VG í efnahags- og lýðræðismálum.“

Steingrímur J. Sigfússon hafi einangrast mjög sem formaður og ekki sé pláss fyrir hann sem formann VG lengur.

„En þessi leiðtogaþörf er ofboðslega sterk í fólki. Enn sem komið er virðast sálirnar í VG ekki hafa hugrekki til annars en að púkka undir Steingrím,“ segir Þór.- kóþ


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.