Umfjöllun: Sanngjarn sigur Fram Ellert Scheving skrifar 2. júní 2010 22:53 Hjálmar Þórarinsson í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Framarar áttu ekki í miklum erfiðleikum með ÍR í 32-liða úrslitum Visa-bikarsins í kvöld en unnu þó nauman sigur 2-1, en þau úrslit gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins. Guðlaugur Baldursson gerði alls sjö breytingar á liði sínu frá því í seinasta leik og má segja að hugur hans hafi verið við leik ÍR gegn Fjarðarbyggð í 1. Deildinni á laugardaginn kemur. Fram byrjaði leikinn betur og svo virtist sem ÍR-ingar væru hreinlega ekki mættir til leiks en gestirnir áttu ekki skot að marki fyrr en eftir 51. mínútu. Fram tók öll völd á vellinum og hreinlega sundurspilaði arfaslaka ÍR-inga. Á 38. mínútu brutu þeir ísinn eftir að hafa sótt látlaust og oft verið nálægt því að ná forystu. Ívar Björnsson skoraði laglegt skallamark eftir góða hornspyrnu frá Josep Tillen. Allt þangað til að lokum fyrri hálfleiks hélt Fram áfram að sækja og hefðu í raun átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Fram hóf seinni hálfleikinn með miklum látum og bættu öðru marki við á 49. mínútu. Þar var að verki Ívar Björnsson sem skoraði eftir laglega sendingu Almars Ormarssonar sem átti einnig góðan leik í liði Fram. Við það styrktust ÍR-ingar til muna og fóru að spila kraftmeiri bolta. Davíð Már Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍR-inga og getur verið sáttur við sinn leik í í kvöld. ÍR-ingar minnkuðu muninn á 89. mínútu með marki frá Guðjóni Gunnarssyni sem skoraði í autt markið eftir mikinn darraðadans í teig Fram. Eftir það fjaraði leikurinn út of góður dómari leiksins Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka á Laugardalsvellinum og Fram komið áfram í 16-liða úrslit Visa-bikarsins. Fram - ÍR 2-1 1-0 Ívar Björnsson (38.) 2-0 Ívar Björnsson (49.) 2-1 Guðjón Gunnarsson (89.) Skot (á mark): 19-5 (12-2) Varin skot: Ögmundur 1-7 Aukaspyrnur: 6-5 Horn: 13-1 Rangstöðr: 2-0 Dómari: Þorvaldur Árnason. Fram 4-4-2: Ögmundur Kristinsson Samuel Lee Tillen Jón Guðni Fjóluson Kristján Hauksson Daði Guðmundsson Halldór Hermann Jónsson (40. Hlynur A. Magnússon) Jón Gunnar Eysteinsson Tómas Leifsson (66. Josep Tillen) Ívar Björnsson (78. Guðmundur Magnússon) Almarr Ormarsson Hjálmar Þórarinsson ÍR 4-5-1: Ágúst Bjarni Garðarsson Hrannar Karlsson Guðjón Gunnarsson Elvar Lúðvík Guðjónsson Halldór Arnarsson Gunnar Hilmar Kristinsson Davíð Már Stefánsson Haukur Ólafsson (84. Pétur Óskar Sigurðsson) Jón Gísli Ström (68. Eiríkur Viljar H. Kúld) Axel Kári Vignisson Árni Freyr Guðnason (62. Elías Ingi Árnason) Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Framarar áttu ekki í miklum erfiðleikum með ÍR í 32-liða úrslitum Visa-bikarsins í kvöld en unnu þó nauman sigur 2-1, en þau úrslit gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins. Guðlaugur Baldursson gerði alls sjö breytingar á liði sínu frá því í seinasta leik og má segja að hugur hans hafi verið við leik ÍR gegn Fjarðarbyggð í 1. Deildinni á laugardaginn kemur. Fram byrjaði leikinn betur og svo virtist sem ÍR-ingar væru hreinlega ekki mættir til leiks en gestirnir áttu ekki skot að marki fyrr en eftir 51. mínútu. Fram tók öll völd á vellinum og hreinlega sundurspilaði arfaslaka ÍR-inga. Á 38. mínútu brutu þeir ísinn eftir að hafa sótt látlaust og oft verið nálægt því að ná forystu. Ívar Björnsson skoraði laglegt skallamark eftir góða hornspyrnu frá Josep Tillen. Allt þangað til að lokum fyrri hálfleiks hélt Fram áfram að sækja og hefðu í raun átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Fram hóf seinni hálfleikinn með miklum látum og bættu öðru marki við á 49. mínútu. Þar var að verki Ívar Björnsson sem skoraði eftir laglega sendingu Almars Ormarssonar sem átti einnig góðan leik í liði Fram. Við það styrktust ÍR-ingar til muna og fóru að spila kraftmeiri bolta. Davíð Már Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍR-inga og getur verið sáttur við sinn leik í í kvöld. ÍR-ingar minnkuðu muninn á 89. mínútu með marki frá Guðjóni Gunnarssyni sem skoraði í autt markið eftir mikinn darraðadans í teig Fram. Eftir það fjaraði leikurinn út of góður dómari leiksins Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka á Laugardalsvellinum og Fram komið áfram í 16-liða úrslit Visa-bikarsins. Fram - ÍR 2-1 1-0 Ívar Björnsson (38.) 2-0 Ívar Björnsson (49.) 2-1 Guðjón Gunnarsson (89.) Skot (á mark): 19-5 (12-2) Varin skot: Ögmundur 1-7 Aukaspyrnur: 6-5 Horn: 13-1 Rangstöðr: 2-0 Dómari: Þorvaldur Árnason. Fram 4-4-2: Ögmundur Kristinsson Samuel Lee Tillen Jón Guðni Fjóluson Kristján Hauksson Daði Guðmundsson Halldór Hermann Jónsson (40. Hlynur A. Magnússon) Jón Gunnar Eysteinsson Tómas Leifsson (66. Josep Tillen) Ívar Björnsson (78. Guðmundur Magnússon) Almarr Ormarsson Hjálmar Þórarinsson ÍR 4-5-1: Ágúst Bjarni Garðarsson Hrannar Karlsson Guðjón Gunnarsson Elvar Lúðvík Guðjónsson Halldór Arnarsson Gunnar Hilmar Kristinsson Davíð Már Stefánsson Haukur Ólafsson (84. Pétur Óskar Sigurðsson) Jón Gísli Ström (68. Eiríkur Viljar H. Kúld) Axel Kári Vignisson Árni Freyr Guðnason (62. Elías Ingi Árnason)
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn