Óskað verður eftir framlengingu gæsluvarðahalds yfir Ellerti Sævarssyni sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana 8. maí síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir Ellerti rennur út 14. júní.
Jóhannes Jensson yfirmaður rannsóknardeildar á Suðurnesjum segir að rannsókninni miði ágætlega en ekki er unnt að greina frá gangi rannsóknarinnar á þessari stundu. Þá vill hann ekki gefa upp hvort að Ellert hafi játað verknaðin en segir að von er á að geta skýrt frá því frekar á næstu dögum.
Ellert er einn grunaður í málinu.
Morðið í Keflavík: Farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds
