Magma segir áskanir Bjarkar vera fráleitar 4. ágúst 2010 04:00 Stjórnendur Magma Energy hafa þegar kannað lagaleg úrræði stöðvi stjórnvöld kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir framkvæmdastjóri Magma á Íslandi. Hann segir of snemmt að ræða mögulega bótakröfu. Fréttablaðið/Valli Framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi hafnar alfarið ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns þess efnis að fyrirtækið vilji eignast allar orkuauðlindir á Íslandi. Ummælin lét Björk falla í viðtali við AFP fréttaveituna í Helsinki í Finnlandi í gær. „Þetta er algerlega fráleitt og úr lausu lofti gripið,“ segir Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi. Hann segir að kaup Magma á HS Orku hafi verið markmið fyrirtækisins, aldrei hafi komið til tals að eignast önnur íslensk orkufyrirtæki. „Þeir [Magma Energy] hafa þegar íhugað að kaupa í það minnsta fimm önnur orkufyrirtæki á Íslandi,“ sagði Björk í samtali við AFP. „Þetta eru bara skröksögur,“ segir Ásgeir. Hann segir ýmsar sögur hafa komist á flot í umræðunni sem ekki eigi við rök að styðjast, og þetta sé angi af því. „Einhverjir eru enn að halda því fram að það séu í raun Íslendingar á bak við Magma, það er algerlega rangt líka,“ segir Ásgeir. Hann segir sögusagnir um að Hannes Smárason eða aðrir svonefndir útrásarvíkingar komi að félaginu rangar. Magma Energy er fyrirtæki á markaði, og hverjum sem er frjálst að kaupa hlut í félaginu, segir Ásgeir. Staðfest hafi verið síðast þann 19. júlí að engir Íslendingar séu meðal hluthafa. Efnahags- og viðskiptaráðherra sendi Magma Energy bréf í síðustu viku þar sem fram kemur að rannsaka eigi lögmæti kaupa dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku. Þar kom einnig fram að ríkisstjórnin ætli sér að vinda ofan af einkavæðingu innan orkugeirans. Ásgeir segir fyrirtækið ekki hafa svarað bréfi ráðherrans, en lýst yfir vilja til samstarfs við stjórnvöld við rannsóknina. Erfitt er að sjá hvernig stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir Ásgeir. Hann segir enn þrjá möguleika í stöðunni; ljúka kaupunum, fresta þeim eða hætta alfarið við þau. Þessa möguleika verði að skoða í því ljósi að Magma hafi í raun skuldbundið sig til að klára kaupin. Spurður hvað gerist komi stjórnvöld með einhverjum hætti í veg fyrir fjárfestingu Magma í HS Orku segir Ásgeir að augljóslega séu stjórnendur Magma Energy farnir að velta fyrir sér lagalegum úrræðum. Hann segir þó allt of snemmt að ræða mögulega skaðabótakröfu nái kaupin ekki fram að ganga. brjann@frettabladid.is Björk Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Sjá meira
Framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi hafnar alfarið ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns þess efnis að fyrirtækið vilji eignast allar orkuauðlindir á Íslandi. Ummælin lét Björk falla í viðtali við AFP fréttaveituna í Helsinki í Finnlandi í gær. „Þetta er algerlega fráleitt og úr lausu lofti gripið,“ segir Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi. Hann segir að kaup Magma á HS Orku hafi verið markmið fyrirtækisins, aldrei hafi komið til tals að eignast önnur íslensk orkufyrirtæki. „Þeir [Magma Energy] hafa þegar íhugað að kaupa í það minnsta fimm önnur orkufyrirtæki á Íslandi,“ sagði Björk í samtali við AFP. „Þetta eru bara skröksögur,“ segir Ásgeir. Hann segir ýmsar sögur hafa komist á flot í umræðunni sem ekki eigi við rök að styðjast, og þetta sé angi af því. „Einhverjir eru enn að halda því fram að það séu í raun Íslendingar á bak við Magma, það er algerlega rangt líka,“ segir Ásgeir. Hann segir sögusagnir um að Hannes Smárason eða aðrir svonefndir útrásarvíkingar komi að félaginu rangar. Magma Energy er fyrirtæki á markaði, og hverjum sem er frjálst að kaupa hlut í félaginu, segir Ásgeir. Staðfest hafi verið síðast þann 19. júlí að engir Íslendingar séu meðal hluthafa. Efnahags- og viðskiptaráðherra sendi Magma Energy bréf í síðustu viku þar sem fram kemur að rannsaka eigi lögmæti kaupa dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku. Þar kom einnig fram að ríkisstjórnin ætli sér að vinda ofan af einkavæðingu innan orkugeirans. Ásgeir segir fyrirtækið ekki hafa svarað bréfi ráðherrans, en lýst yfir vilja til samstarfs við stjórnvöld við rannsóknina. Erfitt er að sjá hvernig stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir Ásgeir. Hann segir enn þrjá möguleika í stöðunni; ljúka kaupunum, fresta þeim eða hætta alfarið við þau. Þessa möguleika verði að skoða í því ljósi að Magma hafi í raun skuldbundið sig til að klára kaupin. Spurður hvað gerist komi stjórnvöld með einhverjum hætti í veg fyrir fjárfestingu Magma í HS Orku segir Ásgeir að augljóslega séu stjórnendur Magma Energy farnir að velta fyrir sér lagalegum úrræðum. Hann segir þó allt of snemmt að ræða mögulega skaðabótakröfu nái kaupin ekki fram að ganga. brjann@frettabladid.is
Björk Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Sjá meira