Umfjöllun: Magnús tryggði Keflavík sigur á Fylki og fullt hús á toppnum 20. maí 2010 13:48 Mynd/Valli Magnús Sverrir Þorsteinsson tryggði Keflavík 2-1 sigur á Fylki og fullt hús á toppi Pepsi-deildar karla þegar hann skoraði sigurmarkið í uppgjöri toppliðanna á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í kvöld. Markið kom eftir tíu mínútuna leik í síðari hálfleik. Tvær gullsendingar Guðmundar Steinarssonar sköpuðu mörk Keflavíkur í leiknum, sú fyrra spilaði Paul McShane einn í gegn og hann fiskaði víti og hin síðari spilaði Magnús í gegn. Guðmundur Steinarsson skoraði sjálfur úr vítinu. Kjartan Ágúst Breiðdal hafði jafnað leikinn í upphafi seinni hálfleiks en Fylkismenn áttu ekki skilið að vera undir eftir fyrri hálfleikinn. Fylkismenn byrjuðu leikinn mun betur og spiluðu af gríðarlegum krafti fyrstu tuttugu mínútunar í leiknum. Alen Sutej sýndi ótrúleg varnartilþrif á 7. mínútu þegar hann bjargaði á marklínu frá Ingimundi Níels Óskarssyni sem hafði komið boltanum framhjá Ómari í markinu. Kjartan Ágúst Breiðdal var síðan ótrúlega nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu en Magnús Sverrir Þorsteinsson var á fjærstöng og náði að skalla boltann að því virtist út úr markinu. Við fyrstu sýn var eins og boltinn hafði farið inn. Leikurinn snérist hinsvegar á 21. mínútu þegar Guðmundur Steinarsson átti frábæra stungusendingu inn á Paul McShane sem féll eftir viðskipti við Fjalar Þorgeirsson, markvörð Fylkis. Erlendur Eíriksson dæmdi víti en gaf Fjalari bara gult spjald. Guðmundur Steinarsson skoraði af öryggi úr vítinu. Fylkismenn voru brjálaðir yfir þessum dóm en auk þess kom þetta mark algjörlega gegn gangi leiksins. Keflvíkingar komust inn í leikinn með þessu marki og Fylkismenn fóru að pirra sig yfir einu og öllu. Hörður Sveinsson fékk tvö góð færi á fyrstu mínútu seinni hálfleiks, fyrst varði Fjalar Þorgeirsson frá honum skalla af stuttu færi og svo skömmu síðar átti Hörður skot af vítateig sem Fjalar varði vel. En aftur kom mark gegn gangi leiksins því nú jafnaði Kjartan Ágúst Breiðadal fyrir Fylki þegar hann skoraði af stuttu færi á fjærstöng eftir sendingu Alberts Ingasonar fyrir markið. Keflvíkingar létu þetta mark ekki stuða sig eins og Fylkismenn í fyrri hálfleik heldur voru komnir aftur yfir aðeins sex mínútum síðar. Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði markið eftir að hafa fengið frábæra sendingu frá Guðmundi Steinarssyni inn fyrir vörnina. Keflvíkingar spiluðu skynsamlega það sem eftir var leiksins. Þeir tóku ekki mikla áhættu í sóknarleiknum en voru alltaf hættulegir í skyndisóknunum. Willum Þór fjölgaði á miðjunni þegar 20 mínútur voru eftir og þó að Fylkismenn hafi aukið pressuna í lokin þá náðu þeir aldrei að ógna verulega sterkri vörn Keflavíkurliðsins með fyrirliðann Harald Guðmundsson sem besta mann. Bæði lið höfðu ein liða unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu en Keflvíkingar sitja nú einir á toppnum eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Keflavíkurliðið er vel skipulagt og skynsamt í öllum sínum aðgerðum. Varnarlega er liðið í góðum gír en sóknarlega er það þó ekki að sýna sömu tilþrif og undanfarin ár. Það kemur ekki að sök þegar þeir eiga mann eins og Guðmund Steinarsson sem er í frjálsu hlutverki fyrir aftan framherjann. Hann sýndi í kvöld hvernig hann getur breytt leik með tveimur gullsendingum. Fylkismenn mættu af miklum krafti til leiks og áttu skilið að skora fyrsta mark leiksins. Þeir misstu hinsvegar hausinn í mótlætinu og eyddu mestu kröftum sínum eftir vítaspyrnudóminn að deila við dómarann. Erlendur Eiríksson átti vissulega ekki góðan leik en Fylkisliðið má ekki láta manninn með flautuna taka frá sér alla athygli. Þeir eru með skemmtilegt lið sem er til alls líklegt þegar þeir einbeita sér að spila fótbolta. Keflavík-Fylkir 2-1 1-0 Guðmundur Steinarsson, víti (21.) 1-1 Kjartan Ágúst Breiðdal (49.) 2-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (55.) Njarðtaksvöllurinn Áhorfendur: 1260 Dómari: Erlendur Eiríksson (5) Skot (á mark): 9-9 (6-4) Varin skot: Ómar 1 - Fjalar 4 Horn: 5-5 Aukaspyrnur fengnar: 15-13 Rangstæður: 2-6 Gul spjöld: Kjartan Ágúst Breiðdal, Fylki (16.) Fjalar Þorgeirsson, Fylki (21.) Þórir Hannesson, Fylki (69.) Ásgeir Börkur Ásgeirsson (83.) Haraldur Guðmundsson, Keflavík (84.) Valur Fannar Gíslason, Fylki (90.) Keflavík (4-4-2) Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 5 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 7Haraldur Freyr Guðmundsson 8 - Maður leiksins - Alen Sutej 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Paul McShane 6 (86., Einar Orri Einarsson -) Magnús Þórir Matthíasson 5 (70., Brynjar Guðmundsson 5) Guðmundur Steinarsson 7 Hörður Sveinsson 4 (70. Jóhann Birnir Guðmundsson 5) Fylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Einar Pétursson 6 Tómas Þorsteinsson 4 (62., Þórir Hannesson 5) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Ólafur Ingi Stígsson 6 (46., Jóhann Þórhallsson 5) Ingimundur Níels Óskarsson 5 (65., Pape Mamadou Faye 5) Albert Brynjar Ingason 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Magnús Sverrir Þorsteinsson tryggði Keflavík 2-1 sigur á Fylki og fullt hús á toppi Pepsi-deildar karla þegar hann skoraði sigurmarkið í uppgjöri toppliðanna á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í kvöld. Markið kom eftir tíu mínútuna leik í síðari hálfleik. Tvær gullsendingar Guðmundar Steinarssonar sköpuðu mörk Keflavíkur í leiknum, sú fyrra spilaði Paul McShane einn í gegn og hann fiskaði víti og hin síðari spilaði Magnús í gegn. Guðmundur Steinarsson skoraði sjálfur úr vítinu. Kjartan Ágúst Breiðdal hafði jafnað leikinn í upphafi seinni hálfleiks en Fylkismenn áttu ekki skilið að vera undir eftir fyrri hálfleikinn. Fylkismenn byrjuðu leikinn mun betur og spiluðu af gríðarlegum krafti fyrstu tuttugu mínútunar í leiknum. Alen Sutej sýndi ótrúleg varnartilþrif á 7. mínútu þegar hann bjargaði á marklínu frá Ingimundi Níels Óskarssyni sem hafði komið boltanum framhjá Ómari í markinu. Kjartan Ágúst Breiðdal var síðan ótrúlega nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu en Magnús Sverrir Þorsteinsson var á fjærstöng og náði að skalla boltann að því virtist út úr markinu. Við fyrstu sýn var eins og boltinn hafði farið inn. Leikurinn snérist hinsvegar á 21. mínútu þegar Guðmundur Steinarsson átti frábæra stungusendingu inn á Paul McShane sem féll eftir viðskipti við Fjalar Þorgeirsson, markvörð Fylkis. Erlendur Eíriksson dæmdi víti en gaf Fjalari bara gult spjald. Guðmundur Steinarsson skoraði af öryggi úr vítinu. Fylkismenn voru brjálaðir yfir þessum dóm en auk þess kom þetta mark algjörlega gegn gangi leiksins. Keflvíkingar komust inn í leikinn með þessu marki og Fylkismenn fóru að pirra sig yfir einu og öllu. Hörður Sveinsson fékk tvö góð færi á fyrstu mínútu seinni hálfleiks, fyrst varði Fjalar Þorgeirsson frá honum skalla af stuttu færi og svo skömmu síðar átti Hörður skot af vítateig sem Fjalar varði vel. En aftur kom mark gegn gangi leiksins því nú jafnaði Kjartan Ágúst Breiðadal fyrir Fylki þegar hann skoraði af stuttu færi á fjærstöng eftir sendingu Alberts Ingasonar fyrir markið. Keflvíkingar létu þetta mark ekki stuða sig eins og Fylkismenn í fyrri hálfleik heldur voru komnir aftur yfir aðeins sex mínútum síðar. Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði markið eftir að hafa fengið frábæra sendingu frá Guðmundi Steinarssyni inn fyrir vörnina. Keflvíkingar spiluðu skynsamlega það sem eftir var leiksins. Þeir tóku ekki mikla áhættu í sóknarleiknum en voru alltaf hættulegir í skyndisóknunum. Willum Þór fjölgaði á miðjunni þegar 20 mínútur voru eftir og þó að Fylkismenn hafi aukið pressuna í lokin þá náðu þeir aldrei að ógna verulega sterkri vörn Keflavíkurliðsins með fyrirliðann Harald Guðmundsson sem besta mann. Bæði lið höfðu ein liða unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu en Keflvíkingar sitja nú einir á toppnum eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Keflavíkurliðið er vel skipulagt og skynsamt í öllum sínum aðgerðum. Varnarlega er liðið í góðum gír en sóknarlega er það þó ekki að sýna sömu tilþrif og undanfarin ár. Það kemur ekki að sök þegar þeir eiga mann eins og Guðmund Steinarsson sem er í frjálsu hlutverki fyrir aftan framherjann. Hann sýndi í kvöld hvernig hann getur breytt leik með tveimur gullsendingum. Fylkismenn mættu af miklum krafti til leiks og áttu skilið að skora fyrsta mark leiksins. Þeir misstu hinsvegar hausinn í mótlætinu og eyddu mestu kröftum sínum eftir vítaspyrnudóminn að deila við dómarann. Erlendur Eiríksson átti vissulega ekki góðan leik en Fylkisliðið má ekki láta manninn með flautuna taka frá sér alla athygli. Þeir eru með skemmtilegt lið sem er til alls líklegt þegar þeir einbeita sér að spila fótbolta. Keflavík-Fylkir 2-1 1-0 Guðmundur Steinarsson, víti (21.) 1-1 Kjartan Ágúst Breiðdal (49.) 2-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (55.) Njarðtaksvöllurinn Áhorfendur: 1260 Dómari: Erlendur Eiríksson (5) Skot (á mark): 9-9 (6-4) Varin skot: Ómar 1 - Fjalar 4 Horn: 5-5 Aukaspyrnur fengnar: 15-13 Rangstæður: 2-6 Gul spjöld: Kjartan Ágúst Breiðdal, Fylki (16.) Fjalar Þorgeirsson, Fylki (21.) Þórir Hannesson, Fylki (69.) Ásgeir Börkur Ásgeirsson (83.) Haraldur Guðmundsson, Keflavík (84.) Valur Fannar Gíslason, Fylki (90.) Keflavík (4-4-2) Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 5 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 7Haraldur Freyr Guðmundsson 8 - Maður leiksins - Alen Sutej 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Paul McShane 6 (86., Einar Orri Einarsson -) Magnús Þórir Matthíasson 5 (70., Brynjar Guðmundsson 5) Guðmundur Steinarsson 7 Hörður Sveinsson 4 (70. Jóhann Birnir Guðmundsson 5) Fylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Einar Pétursson 6 Tómas Þorsteinsson 4 (62., Þórir Hannesson 5) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Ólafur Ingi Stígsson 6 (46., Jóhann Þórhallsson 5) Ingimundur Níels Óskarsson 5 (65., Pape Mamadou Faye 5) Albert Brynjar Ingason 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira