Umfjöllun: Stjörnumenn fóru illa með topplið Keflavíkur á teppinu Óskar Ófeigur Jónsson. skrifar 7. júní 2010 17:03 Þorvaldur Árnason í leiknum í kvöld. Mynd/Vilhelm Stjörnumenn fóru illa með topplið Keflavíkur á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld í leik liðanna í 6. umferð Pepsi-deild karla. Keflavík hafði ekki tapað leik í sumar en fékk stóran skell á teppinu í kvöld. Stjarnan vann leikinn 4-0 og átti möguleika að skora mun fleri mörk í leiknum. Stjörnumenn með Steinþór Freyr Þorsteinsson í broddi fylkingar fóru illa með taplausa Keflvíkinga á gervigrasinu í kvöld, uppskáru stórsigur og fjögur mörk á móti liðinu sem varla var búið að fá á sig mark í sumar. Steinþór Freyr fór illa með alla varnarlínu Keflvíkinga í leiknum og skapaði hættu í nánast hverri sókn, annaðhvort með því að keyra á vörnina enda henda innköstunum inn að markteignum. Í bæði skiptin gerðu varnarmenn Keflavíkur mistök. Í fyrra markinu nýtti Halldór Orri Björnsson sér misskilning milli varnarmanna og markvarðar eftir langa sendingu Baldvins Sturlusonar og í því seinna "stal" Steinþór Freyr Þorsteinsson sendingu frá Alen Sutej við miðlínuna fór upp allan völlinn og skoraði. Stjörnumenn átti fjölmörg færi í upphafi seinni hálfleiks áður en Halldór Orri Björnsson kom Stjörnuliðinu í 4-0 með marki úr vítaspyrnu. Það voru líka fleiri að spila vel fyrir Stjörnuliðið, bakvörðurinn Baldvin Sturluson var góður, alveg eins og fyrirliðinn Daníel Laxdal og bróðir hans Jóhann Laxdal. Dennis Danry var líka flottur á miðjunni og Þorvaldur Árnason vann mikla og góða vinnu og setti mikla pressu á miðverðina allan tímann. Stjörnumenn gerðu það sem fáum hafði tekist í allt sumar sem var að opna Keflavíkurvörnina sem hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu sex leikjum sumarsins í deild og bikar. Þegar upp var staðið á teppinu í gærkvöldi þá gátu gestirnir úr Keflavík þakkað fyrir að sækja boltann bara fjórum sinnum úr netinu hjá sér. Stjörnumenn unnu 4-0 stórsigur, voru miklu betri allan tímann og sýndu enn á ný að það er ekkert grín að mæta á gervigrasið þegar stemmningin í Stjörnuliðinu er eins og hún var í gær. Stjarnan-Keflavík 4-0 Stjörnuvöllur Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Áhorfendur: 1120Mörkin: 1-0 Halldór Orri Björnsson (16.) 2-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson (19.) 3-0 Dennis Danry (38.) 4-0 Halldór Orri Björnsson, víti (72.) Tölfræðin: Skot (á mark): 18-10 (8-5) Varin skot: Bjarni 3 - Árni Freyr 3 Horn: 4-3 Aukaspyrnur fengnar: 13-13 Rangstæður: 3-6Stjarnan (4-5-1) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 7 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 Hilmar Þór Hilmarsson 6 Dennis Danry 7 (85. Björn Pálsson -) Atli Jóhannsson 6 Jóhann Laxdal 7 Halldór Orri Björnsson 8Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 - Maður leiksins - (64., Bjarki Páll Eysteinsson 6) Þorvaldur Árnason 7 (87. Ólafur Karl Finsen -)Keflavík (4-4-2) Árni Freyr Ásgeirsson 5 Guðjón Árni Antoníusson 4 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 4 Alen Sutej 3 Magnús Sverrir Þorsteinsson 3 (75., Ómar Karl Sigurðsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 4 Paul McShane 4 (59., Einar Orri Einarsson 5) Jóhann Birnir Guðmundsson 5 Guðmundur Steinarsson 4 Hörður Sveinsson 3 (59., Andri Steinn Birgisson 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Stjörnumenn fóru illa með topplið Keflavíkur á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld í leik liðanna í 6. umferð Pepsi-deild karla. Keflavík hafði ekki tapað leik í sumar en fékk stóran skell á teppinu í kvöld. Stjarnan vann leikinn 4-0 og átti möguleika að skora mun fleri mörk í leiknum. Stjörnumenn með Steinþór Freyr Þorsteinsson í broddi fylkingar fóru illa með taplausa Keflvíkinga á gervigrasinu í kvöld, uppskáru stórsigur og fjögur mörk á móti liðinu sem varla var búið að fá á sig mark í sumar. Steinþór Freyr fór illa með alla varnarlínu Keflvíkinga í leiknum og skapaði hættu í nánast hverri sókn, annaðhvort með því að keyra á vörnina enda henda innköstunum inn að markteignum. Í bæði skiptin gerðu varnarmenn Keflavíkur mistök. Í fyrra markinu nýtti Halldór Orri Björnsson sér misskilning milli varnarmanna og markvarðar eftir langa sendingu Baldvins Sturlusonar og í því seinna "stal" Steinþór Freyr Þorsteinsson sendingu frá Alen Sutej við miðlínuna fór upp allan völlinn og skoraði. Stjörnumenn átti fjölmörg færi í upphafi seinni hálfleiks áður en Halldór Orri Björnsson kom Stjörnuliðinu í 4-0 með marki úr vítaspyrnu. Það voru líka fleiri að spila vel fyrir Stjörnuliðið, bakvörðurinn Baldvin Sturluson var góður, alveg eins og fyrirliðinn Daníel Laxdal og bróðir hans Jóhann Laxdal. Dennis Danry var líka flottur á miðjunni og Þorvaldur Árnason vann mikla og góða vinnu og setti mikla pressu á miðverðina allan tímann. Stjörnumenn gerðu það sem fáum hafði tekist í allt sumar sem var að opna Keflavíkurvörnina sem hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu sex leikjum sumarsins í deild og bikar. Þegar upp var staðið á teppinu í gærkvöldi þá gátu gestirnir úr Keflavík þakkað fyrir að sækja boltann bara fjórum sinnum úr netinu hjá sér. Stjörnumenn unnu 4-0 stórsigur, voru miklu betri allan tímann og sýndu enn á ný að það er ekkert grín að mæta á gervigrasið þegar stemmningin í Stjörnuliðinu er eins og hún var í gær. Stjarnan-Keflavík 4-0 Stjörnuvöllur Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Áhorfendur: 1120Mörkin: 1-0 Halldór Orri Björnsson (16.) 2-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson (19.) 3-0 Dennis Danry (38.) 4-0 Halldór Orri Björnsson, víti (72.) Tölfræðin: Skot (á mark): 18-10 (8-5) Varin skot: Bjarni 3 - Árni Freyr 3 Horn: 4-3 Aukaspyrnur fengnar: 13-13 Rangstæður: 3-6Stjarnan (4-5-1) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 7 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 Hilmar Þór Hilmarsson 6 Dennis Danry 7 (85. Björn Pálsson -) Atli Jóhannsson 6 Jóhann Laxdal 7 Halldór Orri Björnsson 8Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 - Maður leiksins - (64., Bjarki Páll Eysteinsson 6) Þorvaldur Árnason 7 (87. Ólafur Karl Finsen -)Keflavík (4-4-2) Árni Freyr Ásgeirsson 5 Guðjón Árni Antoníusson 4 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 4 Alen Sutej 3 Magnús Sverrir Þorsteinsson 3 (75., Ómar Karl Sigurðsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 4 Paul McShane 4 (59., Einar Orri Einarsson 5) Jóhann Birnir Guðmundsson 5 Guðmundur Steinarsson 4 Hörður Sveinsson 3 (59., Andri Steinn Birgisson 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira