Skíðasamfélagið brjálað út í Jón Gnarr Valur Grettisson skrifar 8. nóvember 2010 21:39 Það sýður á skíðasamfélaginu. „Ég er brjáluð, er maðurinn klikkaður?" spyr Heiður Hjaltadóttir, formaður skíðadeildar Breiðabliks, um ummæli Jóns Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur, sem velti því fyrir sér í viðtali í Kastljósi í kvöld hvort það væri ekki góð hugmynd að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í tvö ár. Jón kastaði ummælunum fram sem vangaveltum en aðspurður hvort það væri á teikniborðinu svaraði hann ekki spurningunni heldur velti því fyrir sér hvort þetta væri möguleiki til þess að hlífa öðrum og mikilvægari póstum eins og hann orðaði það. Hann tók fram að lokunin myndi þýða að 87 milljónir gætu sparast. Heiði er ekki skemmt. Hún segist hafa fundað með foreldrum tólf ára barna og yngri eftir Kastljósviðtalið vegna þess að æfingar hefjast á morgun hjá félaginu. Þar hafi foreldrar lýst yfir þungum áhyggjum auk þess sem skíðamenn eru illir á samskiptavefnum Facebook. „Þetta hefur ekki verið viðrað við okkur," svaraði Heiður spurð hvort hugmyndin hefði verið borin undir stjórn félagsins. Hún segir það beinlínis fjarstæðukennt að loka svæðinu enda ekki eingöngu æfingasvæðið fyrir börnin heldur einnig þúsundir sem njóta svæðisins yfir árið. „Það eru engin önnur úrræði," segir Heiður en síðasti vetur var verulega erfiður fyrir félagið vegna snjóleysis. Þá fóru börnin næstum hverja helgi til Akureyrar þar sem þau æfðu sig. „En það stendur ekkert foreldri undir þeim kostnaði til lengdar," segir Heiður. Hún bendir á að ef þetta eru sparnaðarhugmyndir borgarinnar, þá hljóti það að vera hagsýnna að lokum sundlaugum borgarinnar. „Þá sparast mun meira fé," segir Heiður sem áréttar að hún sé að sjálfsögðu ekki að leggja til að loka sundstöðum í Reykjavík, en hugmyndin sé jafn fjarstæðukennd og að loka Bláfjöllum. „Það sauð beinlínis á fólki eftir þetta viðtal. Þau eru svo reið," segir Heiður sem vandar ekki borgarstjóranum kveðjurnar. „Þetta er hætt að vera fyndið, við erum hætt að hafa húmor fyrir svona löguðu," segir Heiður sem biður borgarstjórann vinsamlegast að líta upp úr froðukaffinu og beina sjónum sínum út fyrir utan hundrað og einn. Tengdar fréttir Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól. 8. nóvember 2010 21:17 Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. 8. nóvember 2010 20:15 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
„Ég er brjáluð, er maðurinn klikkaður?" spyr Heiður Hjaltadóttir, formaður skíðadeildar Breiðabliks, um ummæli Jóns Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur, sem velti því fyrir sér í viðtali í Kastljósi í kvöld hvort það væri ekki góð hugmynd að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í tvö ár. Jón kastaði ummælunum fram sem vangaveltum en aðspurður hvort það væri á teikniborðinu svaraði hann ekki spurningunni heldur velti því fyrir sér hvort þetta væri möguleiki til þess að hlífa öðrum og mikilvægari póstum eins og hann orðaði það. Hann tók fram að lokunin myndi þýða að 87 milljónir gætu sparast. Heiði er ekki skemmt. Hún segist hafa fundað með foreldrum tólf ára barna og yngri eftir Kastljósviðtalið vegna þess að æfingar hefjast á morgun hjá félaginu. Þar hafi foreldrar lýst yfir þungum áhyggjum auk þess sem skíðamenn eru illir á samskiptavefnum Facebook. „Þetta hefur ekki verið viðrað við okkur," svaraði Heiður spurð hvort hugmyndin hefði verið borin undir stjórn félagsins. Hún segir það beinlínis fjarstæðukennt að loka svæðinu enda ekki eingöngu æfingasvæðið fyrir börnin heldur einnig þúsundir sem njóta svæðisins yfir árið. „Það eru engin önnur úrræði," segir Heiður en síðasti vetur var verulega erfiður fyrir félagið vegna snjóleysis. Þá fóru börnin næstum hverja helgi til Akureyrar þar sem þau æfðu sig. „En það stendur ekkert foreldri undir þeim kostnaði til lengdar," segir Heiður. Hún bendir á að ef þetta eru sparnaðarhugmyndir borgarinnar, þá hljóti það að vera hagsýnna að lokum sundlaugum borgarinnar. „Þá sparast mun meira fé," segir Heiður sem áréttar að hún sé að sjálfsögðu ekki að leggja til að loka sundstöðum í Reykjavík, en hugmyndin sé jafn fjarstæðukennd og að loka Bláfjöllum. „Það sauð beinlínis á fólki eftir þetta viðtal. Þau eru svo reið," segir Heiður sem vandar ekki borgarstjóranum kveðjurnar. „Þetta er hætt að vera fyndið, við erum hætt að hafa húmor fyrir svona löguðu," segir Heiður sem biður borgarstjórann vinsamlegast að líta upp úr froðukaffinu og beina sjónum sínum út fyrir utan hundrað og einn.
Tengdar fréttir Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól. 8. nóvember 2010 21:17 Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. 8. nóvember 2010 20:15 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól. 8. nóvember 2010 21:17
Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. 8. nóvember 2010 20:15