Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost Valur Grettisson skrifar 8. nóvember 2010 20:15 Patric og Whoopi í ódauðlegum hlutverkum sínum um lífið og dauðann. „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. Sjálfur sagðist Jón stoltastur af því að hafa náð að tækla vandamál Orkuveitunnar Reykjavíkur. Jón hefur legið undir harðri gagnrýni og þá fyrir að vera beinlínis óhæfur í starf sitt. Hann hnýtti sérstaklega í Sjálfstæðisflokkinn í viðtalinu og vildi meina að flokkurinn væri klofinn í gamlan og nýjan flokk. „Samstarfið hefur gengið mjög vel við þann nýja en ekki þann gamla," sagði Jón og bætti við: „Gamli flokkurinn finnst mér eins og Patrick Swayze í Ghost áður en hann fattaði að hann væri dáinn." Jón vitnaði þarna í kvikmyndina Ghost sem fjallar um mann sem deyr frá konunni sem hann elskar. Í fyrstu gerði sögupersónan sér ekki grein fyrir því að hann væri látinn. Að lokum rambar persónan á miðil sem hann fær til þess að aðstoða sig. „Besti flokkurinn er þá dálítið eins og Whoopi Goldberg," sagði Jón en sú leikkona lék miðilinn sem starfar sem svikahrappur þar til hún heyrir óvænt í hinum látna Swayze og miðlar skilaboðum til ástkonu hans. Spurður út í umdeilt viðtal á RÚV, þar sem hann var álitinn hafa svarað af fákunnáttu um niðurskurð Orkuveitunnar í ljósi fjögurra milljarða króna hagnað fyrirtæksins á síðasta ári, sagði Jón að hann hefði verið nýútskrifaður af spítala gegn læknisráði þegar viðtalið var tekið. „Ég var illa áttaður og átti erfitt með að svara þessu," sagði Jón og bætti við að hann hefði að auki talið að viðtalið ætti að snúast um eitthvað allt annað þegar það var tekið. Hann bætti við að svarið væri að Orkuveitan skuldaði 250 milljarða og hagnaðurinn færi í rekstur og skuldir fyrirtæksins. Jón fullyrðir að hann eigi í góðum samskiptum við starfsfólk borgarinnar. Hann áréttar að störf borgarstjórans séu alls ekki fyrir einn mann. Þá tók hann dæmi að í Osló starfa tveir borgarstjórar. Jón sagði að borgin þyrfti að hækka útsvarið en fjárlagagerðinni verður lokið fyrir áramót að hans sögn. Alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða gat. Jón sagði að lokum að hann yrði að minnsta kosti borgarstjóri út þetta kjörtímabil. Hann sagðist vera orðinn talsvert sjóaðari núna en í fyrst. „Ég er miklu meira kúl núna," sagði hann að lokum. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira
„Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. Sjálfur sagðist Jón stoltastur af því að hafa náð að tækla vandamál Orkuveitunnar Reykjavíkur. Jón hefur legið undir harðri gagnrýni og þá fyrir að vera beinlínis óhæfur í starf sitt. Hann hnýtti sérstaklega í Sjálfstæðisflokkinn í viðtalinu og vildi meina að flokkurinn væri klofinn í gamlan og nýjan flokk. „Samstarfið hefur gengið mjög vel við þann nýja en ekki þann gamla," sagði Jón og bætti við: „Gamli flokkurinn finnst mér eins og Patrick Swayze í Ghost áður en hann fattaði að hann væri dáinn." Jón vitnaði þarna í kvikmyndina Ghost sem fjallar um mann sem deyr frá konunni sem hann elskar. Í fyrstu gerði sögupersónan sér ekki grein fyrir því að hann væri látinn. Að lokum rambar persónan á miðil sem hann fær til þess að aðstoða sig. „Besti flokkurinn er þá dálítið eins og Whoopi Goldberg," sagði Jón en sú leikkona lék miðilinn sem starfar sem svikahrappur þar til hún heyrir óvænt í hinum látna Swayze og miðlar skilaboðum til ástkonu hans. Spurður út í umdeilt viðtal á RÚV, þar sem hann var álitinn hafa svarað af fákunnáttu um niðurskurð Orkuveitunnar í ljósi fjögurra milljarða króna hagnað fyrirtæksins á síðasta ári, sagði Jón að hann hefði verið nýútskrifaður af spítala gegn læknisráði þegar viðtalið var tekið. „Ég var illa áttaður og átti erfitt með að svara þessu," sagði Jón og bætti við að hann hefði að auki talið að viðtalið ætti að snúast um eitthvað allt annað þegar það var tekið. Hann bætti við að svarið væri að Orkuveitan skuldaði 250 milljarða og hagnaðurinn færi í rekstur og skuldir fyrirtæksins. Jón fullyrðir að hann eigi í góðum samskiptum við starfsfólk borgarinnar. Hann áréttar að störf borgarstjórans séu alls ekki fyrir einn mann. Þá tók hann dæmi að í Osló starfa tveir borgarstjórar. Jón sagði að borgin þyrfti að hækka útsvarið en fjárlagagerðinni verður lokið fyrir áramót að hans sögn. Alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða gat. Jón sagði að lokum að hann yrði að minnsta kosti borgarstjóri út þetta kjörtímabil. Hann sagðist vera orðinn talsvert sjóaðari núna en í fyrst. „Ég er miklu meira kúl núna," sagði hann að lokum.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira