Ögmundur aftur ráðherra 10. mars 2010 06:45 Búist er við því að Ögmundur Jónasson taki aftur sæti í ríkisstjórn. Mynd/ Vilhelm. Ríkisstjórnin stendur veikari eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag og þarf að eflast eigi hún að geta tekist á við mörg brýn og aðkallandi verkefni. Augljósasta og jafnframt besta leiðin til að styrkja stjórnina er að Ögmundur Jónasson verði ráðherra á ný. Líklegast verður það samhliða öðrum breytingum. Þetta er álit nokkurra viðmælenda Fréttablaðsins í þingliðum Samfylkingarinnar og VG. Herma heimildir að áform um endurkomu Ögmundar séu í smíðum og að hann muni að líkindum setjast í stjórnina fljótlega eftir páska. Þingmenn Samfylkingarinnar sem rætt var við sögðu að ríkisstjórnin væri í raun þriggja flokka stjórn. Það væri ófært og liður í að sameina þingflokk VG væri að gera Ögmund að ráðherra. Í „órólegu deildinni" í VG er sagt að það skjóti skökku við, fyrir utan allt annað, að vinstri maðurinn Ögmundur Jónasson standi utan vinstri stjórnarinnar. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur Ögmundur sjálfur ekki þrýst á um endurkomu í ríkisstjórn; þeirri kröfu sé haldið á lofti af nánu samstarfsfólki hans í stjórnmálum. Ekki er frágengið hvaða aðrar breytingar verða á ríkisstjórninni. Óvíst er hvort hann sest aftur í sinn gamla stól í heilbrigðisráðuneytinu, en hann mun hafa hug á því. Alveg eins líklegt er að frekari breytingar verði og jafnvel stólaskipti. Þá er sú leið nefnd að utanþingsráðherrarnir víki og Ögmundur komi inn ásamt einhverjum frá Samfylkingunni. Þá er allt eins líklegt að verkefnaskrá stjórnarinnar verði tekin til endurskoðunar. Ögmundur Jónasson varð heilbrigðisráðherra í minnihlutastjórninni sem tók við völdum 1. febrúar í fyrra en sagði af sér embætti 30. september. Var það vegna óánægju með þróun Icesave-málsins og afarkosta, sem hann sagði að sér væru settir. Leit hann svo á að hann hefði verið rekinn. „Mér finnst ég ekki vera heppilegur kandídat að tala fyrir hönd ríkisstjórnar sem nýverið hefur vísað mér á dyr," sagði Ögmundur við Fréttablaðið eftir að hann hafði fáum dögum eftir afsögn hafnað því að tala í þingumræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Ríkisstjórnin stendur veikari eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag og þarf að eflast eigi hún að geta tekist á við mörg brýn og aðkallandi verkefni. Augljósasta og jafnframt besta leiðin til að styrkja stjórnina er að Ögmundur Jónasson verði ráðherra á ný. Líklegast verður það samhliða öðrum breytingum. Þetta er álit nokkurra viðmælenda Fréttablaðsins í þingliðum Samfylkingarinnar og VG. Herma heimildir að áform um endurkomu Ögmundar séu í smíðum og að hann muni að líkindum setjast í stjórnina fljótlega eftir páska. Þingmenn Samfylkingarinnar sem rætt var við sögðu að ríkisstjórnin væri í raun þriggja flokka stjórn. Það væri ófært og liður í að sameina þingflokk VG væri að gera Ögmund að ráðherra. Í „órólegu deildinni" í VG er sagt að það skjóti skökku við, fyrir utan allt annað, að vinstri maðurinn Ögmundur Jónasson standi utan vinstri stjórnarinnar. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur Ögmundur sjálfur ekki þrýst á um endurkomu í ríkisstjórn; þeirri kröfu sé haldið á lofti af nánu samstarfsfólki hans í stjórnmálum. Ekki er frágengið hvaða aðrar breytingar verða á ríkisstjórninni. Óvíst er hvort hann sest aftur í sinn gamla stól í heilbrigðisráðuneytinu, en hann mun hafa hug á því. Alveg eins líklegt er að frekari breytingar verði og jafnvel stólaskipti. Þá er sú leið nefnd að utanþingsráðherrarnir víki og Ögmundur komi inn ásamt einhverjum frá Samfylkingunni. Þá er allt eins líklegt að verkefnaskrá stjórnarinnar verði tekin til endurskoðunar. Ögmundur Jónasson varð heilbrigðisráðherra í minnihlutastjórninni sem tók við völdum 1. febrúar í fyrra en sagði af sér embætti 30. september. Var það vegna óánægju með þróun Icesave-málsins og afarkosta, sem hann sagði að sér væru settir. Leit hann svo á að hann hefði verið rekinn. „Mér finnst ég ekki vera heppilegur kandídat að tala fyrir hönd ríkisstjórnar sem nýverið hefur vísað mér á dyr," sagði Ögmundur við Fréttablaðið eftir að hann hafði fáum dögum eftir afsögn hafnað því að tala í þingumræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira