Wikileaks: Bandaríkin furðuðu sig á samskiptaleysi Íslendinga 4. desember 2010 06:00 Tal um fjárhagsaðstoð Rússa við Ísland í bankahruninu í októberbyrjun 2008 var tilefni vangaveltna í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi um hvort Bandaríkjastjórn þyrfti að hafa hér frekari hönd í bagga. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, taldi ekki fullreynt af hálfu íslenskra stjórnvalda hvort hjálp væri í boði frá Bandaríkjunum. Yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda 7. október 2008 um að landið sneri sér til Rússlands þar sem „vinaþjóðir" hafi brugðist hjálparbeiðnum urðu til þess að bandaríska sendiráðið kannaði eftir hvaða leiðum aðstoðar var óskað. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sem skrifuð var 8. október 2008 og Fréttablaðið hefur undir höndum. Spurst var fyrir um það bæði hjá íslenskum stjórnvöldum og í Bandaríkjunum hvort Íslendingar hafi farið fram á aðstoð eftir öðrum leiðum en í gegn um Seðlabanka Bandaríkjanna. „Við höfum einungis getað staðfest að fulltrúar Seðlabanka Íslands hafa rætt við bankastjóra Seðlabanka Bandaríkjanna — en ekki síðan í síðustu viku," segir í skýrslu sendiherrans. „Við fáum með engu móti skýrt af hverju Íslendingarnir hafa ekki tekið upp símann til þess að ræða hvers þeir þarfnast og hvað við gætum aðstoðað með, þó staða Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra kunni að hafa eitthvað að gera með tregðu til að opna aðrar samskiptaleiðir. Bandarískir bankamenn hér segja okkur að aðstoðar Bandaríkjanna sé sárlega þörf, að eignir íslensku bankanna séu ekki eitraðar, og að vandamál þeirra sé skammtímafjármögnun sem orðið hafi erfiðari vegna trúverðugleikabrests," segir Carol van Voorst. Sendiherrann bendir á að Bandaríkin eigi hagsmuna að gæta á norðurhjara og öflugt samstarf á sviði öryggismála við Ísland, eftir brottför Bandaríkjahers frá Keflavík, sem bæði lönd hafi unnið hörðum höndum að því að viðhalda. Hún greinir frá því að sama dag og skýrslan er rituð hafi sendiráðið hvatt háttsetta embættismenn á skrifstofu íslenska forsætisráðuneytisins til að kanna betur hvaða aðkomu Bandaríkin gætu haft að því að auka traust á Íslandi, aðra en gjaldeyrisskiptin sem Seðlabanki Bandaríkjanna hafði hafnað. „Við efumst um að það yrði Bandaríkjunum, eða NATÓ, í hag að Íslendingar yrðu skuldbundnir Rússlandi, sama hversu „vinsamlegir" lánaskilmálar kynnu að vera," segir í upplýsingaskýrslu sendiherrans. olikr@frettabladid.is Fréttir WikiLeaks Tengdar fréttir Wikileaks: Telja Kína stunda iðnnjósnir hér Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. 4. desember 2010 09:00 Wikileaks: Vildu senda Guantanamo fanga til Íslands Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna, fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Þetta kemur fram í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 4. desember 2010 08:45 Wikileaks: Viðurkenndi sig ekki sem vanda Carol Van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, taldi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, ekki skilja hversu mikill vandi hann sjálfur hafi verið í endurreisnarstarfinu eftir bankahrunið. 4. desember 2010 08:30 Wikileaks: Georg olli Birni vonbrigðum Stefán Eiríksson fullyrðir snemma árs að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi valdið Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vonbrigðum, þótt Björn hafi persónulega valið Georg í embættið árið 2005. 4. desember 2010 06:30 Wikileaks: Sáttatónn Geirs pirraði Björn Þann 26. maí 2006, hálfum öðrum mánuði eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu um brottför hersins, skrifar Carol Van Voorst sendiherra stjórnvöldum í Washington greinargerð um þá kenningu Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, að væri Davíð Oddsson enn forsætisráðherra myndu Bandaríkjamenn ekki hafa kallað herinn heim. 4. desember 2010 06:00 Wikileaks: Skilafrestur útilokar afgreiðslu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í september árið 2009 telja að Evrópusambandið hafi vísvitandi gefið Íslendingum frest til þess að skila inn svörum við spurningalista þess þann 16. nóvember svo öruggt verði að leiðtogaráð sambandsins geti ekki afgreitt aðildarumsókn Íslands á fundi sínum í desember. 4. desember 2010 08:15 Wikileaks: Taldi Íslendinga fáfróða Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. 4. desember 2010 08:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Hafnaði lægstu tilboðum í brúasmíði á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Sjá meira
Tal um fjárhagsaðstoð Rússa við Ísland í bankahruninu í októberbyrjun 2008 var tilefni vangaveltna í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi um hvort Bandaríkjastjórn þyrfti að hafa hér frekari hönd í bagga. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, taldi ekki fullreynt af hálfu íslenskra stjórnvalda hvort hjálp væri í boði frá Bandaríkjunum. Yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda 7. október 2008 um að landið sneri sér til Rússlands þar sem „vinaþjóðir" hafi brugðist hjálparbeiðnum urðu til þess að bandaríska sendiráðið kannaði eftir hvaða leiðum aðstoðar var óskað. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sem skrifuð var 8. október 2008 og Fréttablaðið hefur undir höndum. Spurst var fyrir um það bæði hjá íslenskum stjórnvöldum og í Bandaríkjunum hvort Íslendingar hafi farið fram á aðstoð eftir öðrum leiðum en í gegn um Seðlabanka Bandaríkjanna. „Við höfum einungis getað staðfest að fulltrúar Seðlabanka Íslands hafa rætt við bankastjóra Seðlabanka Bandaríkjanna — en ekki síðan í síðustu viku," segir í skýrslu sendiherrans. „Við fáum með engu móti skýrt af hverju Íslendingarnir hafa ekki tekið upp símann til þess að ræða hvers þeir þarfnast og hvað við gætum aðstoðað með, þó staða Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra kunni að hafa eitthvað að gera með tregðu til að opna aðrar samskiptaleiðir. Bandarískir bankamenn hér segja okkur að aðstoðar Bandaríkjanna sé sárlega þörf, að eignir íslensku bankanna séu ekki eitraðar, og að vandamál þeirra sé skammtímafjármögnun sem orðið hafi erfiðari vegna trúverðugleikabrests," segir Carol van Voorst. Sendiherrann bendir á að Bandaríkin eigi hagsmuna að gæta á norðurhjara og öflugt samstarf á sviði öryggismála við Ísland, eftir brottför Bandaríkjahers frá Keflavík, sem bæði lönd hafi unnið hörðum höndum að því að viðhalda. Hún greinir frá því að sama dag og skýrslan er rituð hafi sendiráðið hvatt háttsetta embættismenn á skrifstofu íslenska forsætisráðuneytisins til að kanna betur hvaða aðkomu Bandaríkin gætu haft að því að auka traust á Íslandi, aðra en gjaldeyrisskiptin sem Seðlabanki Bandaríkjanna hafði hafnað. „Við efumst um að það yrði Bandaríkjunum, eða NATÓ, í hag að Íslendingar yrðu skuldbundnir Rússlandi, sama hversu „vinsamlegir" lánaskilmálar kynnu að vera," segir í upplýsingaskýrslu sendiherrans. olikr@frettabladid.is
Fréttir WikiLeaks Tengdar fréttir Wikileaks: Telja Kína stunda iðnnjósnir hér Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. 4. desember 2010 09:00 Wikileaks: Vildu senda Guantanamo fanga til Íslands Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna, fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Þetta kemur fram í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 4. desember 2010 08:45 Wikileaks: Viðurkenndi sig ekki sem vanda Carol Van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, taldi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, ekki skilja hversu mikill vandi hann sjálfur hafi verið í endurreisnarstarfinu eftir bankahrunið. 4. desember 2010 08:30 Wikileaks: Georg olli Birni vonbrigðum Stefán Eiríksson fullyrðir snemma árs að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi valdið Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vonbrigðum, þótt Björn hafi persónulega valið Georg í embættið árið 2005. 4. desember 2010 06:30 Wikileaks: Sáttatónn Geirs pirraði Björn Þann 26. maí 2006, hálfum öðrum mánuði eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu um brottför hersins, skrifar Carol Van Voorst sendiherra stjórnvöldum í Washington greinargerð um þá kenningu Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, að væri Davíð Oddsson enn forsætisráðherra myndu Bandaríkjamenn ekki hafa kallað herinn heim. 4. desember 2010 06:00 Wikileaks: Skilafrestur útilokar afgreiðslu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í september árið 2009 telja að Evrópusambandið hafi vísvitandi gefið Íslendingum frest til þess að skila inn svörum við spurningalista þess þann 16. nóvember svo öruggt verði að leiðtogaráð sambandsins geti ekki afgreitt aðildarumsókn Íslands á fundi sínum í desember. 4. desember 2010 08:15 Wikileaks: Taldi Íslendinga fáfróða Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. 4. desember 2010 08:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Hafnaði lægstu tilboðum í brúasmíði á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Sjá meira
Wikileaks: Telja Kína stunda iðnnjósnir hér Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. 4. desember 2010 09:00
Wikileaks: Vildu senda Guantanamo fanga til Íslands Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna, fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Þetta kemur fram í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 4. desember 2010 08:45
Wikileaks: Viðurkenndi sig ekki sem vanda Carol Van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, taldi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, ekki skilja hversu mikill vandi hann sjálfur hafi verið í endurreisnarstarfinu eftir bankahrunið. 4. desember 2010 08:30
Wikileaks: Georg olli Birni vonbrigðum Stefán Eiríksson fullyrðir snemma árs að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi valdið Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vonbrigðum, þótt Björn hafi persónulega valið Georg í embættið árið 2005. 4. desember 2010 06:30
Wikileaks: Sáttatónn Geirs pirraði Björn Þann 26. maí 2006, hálfum öðrum mánuði eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu um brottför hersins, skrifar Carol Van Voorst sendiherra stjórnvöldum í Washington greinargerð um þá kenningu Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, að væri Davíð Oddsson enn forsætisráðherra myndu Bandaríkjamenn ekki hafa kallað herinn heim. 4. desember 2010 06:00
Wikileaks: Skilafrestur útilokar afgreiðslu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í september árið 2009 telja að Evrópusambandið hafi vísvitandi gefið Íslendingum frest til þess að skila inn svörum við spurningalista þess þann 16. nóvember svo öruggt verði að leiðtogaráð sambandsins geti ekki afgreitt aðildarumsókn Íslands á fundi sínum í desember. 4. desember 2010 08:15
Wikileaks: Taldi Íslendinga fáfróða Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. 4. desember 2010 08:30