Segir bætur hugsanlega orðnar of háar Karen Kjartansdóttir skrifar 13. nóvember 2010 18:49 Atvinnurekendur greina æ oftar frá því að fólk leggi fram útreikninga sem sýna að að það hafi það betra á bótum en í vinnu. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir hugsanlegt að bætur séu orðnar of háar. Eins og við höfum undanfarið bent á í fréttum Stöðvar 2 er hvatinn til að velja láglaunastarf umfram atvinnuleysisbætur, framfærslustyrki eða örorkubætur oft enginn. Útreikningar sýna að eftir að hlunnindi þeirra hópa sem ekki stunda vinnu eru reiknaðir inn í myndina ber fólk í láglaunastörfum oft minnst úr býtum. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að þetta geti verið varhugaverð þróun. "Við hjá Samtökum atvinnulífsins vorum núna í vikunni á fundum víða um land og þá kom þessi umræða mjög oft upp. Fyrirtæki hafa orðið vör við það að fólk kemur með útreikningana og segir að það hafi það betra atvinnulaust á bótum en í vinnu," segir Vilhjálmur. En sýnir þetta ekki að lægstu launin eru orðin of lág? "Fólki þykja lægstu launin alltaf of lág ég held að það komi aldrei til með að breytast. En ef við skoðum hvernig þetta hefur þróast síðustu fimmtán ár sjáum við að kaupmáttur launanna, það er að segja lágmarkslaunanna, hefur hækkað um 80 prósent. Kaupmáttur þessara lægstu launa hefur því hækkað langt umfram kaupmátt almennt. Þar hefur kaupmáttaraukningin orðið um það bil 30 prósent," segir hann. Vilhjálmur segir að kanna verði hvert stefnt er í þessum málum. En telur hann að bætur og styrkir séu of háir? "Það er alveg hugsanlegt. Það þarf að velta því verulega fyrir sér hvort það sé skynsamlegt að það sé betra fyrir fólk að vera atvinnulaust heldur en í vinnu," svarar Vilhjálmur. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Atvinnurekendur greina æ oftar frá því að fólk leggi fram útreikninga sem sýna að að það hafi það betra á bótum en í vinnu. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir hugsanlegt að bætur séu orðnar of háar. Eins og við höfum undanfarið bent á í fréttum Stöðvar 2 er hvatinn til að velja láglaunastarf umfram atvinnuleysisbætur, framfærslustyrki eða örorkubætur oft enginn. Útreikningar sýna að eftir að hlunnindi þeirra hópa sem ekki stunda vinnu eru reiknaðir inn í myndina ber fólk í láglaunastörfum oft minnst úr býtum. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að þetta geti verið varhugaverð þróun. "Við hjá Samtökum atvinnulífsins vorum núna í vikunni á fundum víða um land og þá kom þessi umræða mjög oft upp. Fyrirtæki hafa orðið vör við það að fólk kemur með útreikningana og segir að það hafi það betra atvinnulaust á bótum en í vinnu," segir Vilhjálmur. En sýnir þetta ekki að lægstu launin eru orðin of lág? "Fólki þykja lægstu launin alltaf of lág ég held að það komi aldrei til með að breytast. En ef við skoðum hvernig þetta hefur þróast síðustu fimmtán ár sjáum við að kaupmáttur launanna, það er að segja lágmarkslaunanna, hefur hækkað um 80 prósent. Kaupmáttur þessara lægstu launa hefur því hækkað langt umfram kaupmátt almennt. Þar hefur kaupmáttaraukningin orðið um það bil 30 prósent," segir hann. Vilhjálmur segir að kanna verði hvert stefnt er í þessum málum. En telur hann að bætur og styrkir séu of háir? "Það er alveg hugsanlegt. Það þarf að velta því verulega fyrir sér hvort það sé skynsamlegt að það sé betra fyrir fólk að vera atvinnulaust heldur en í vinnu," svarar Vilhjálmur.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira