Segir bætur hugsanlega orðnar of háar Karen Kjartansdóttir skrifar 13. nóvember 2010 18:49 Atvinnurekendur greina æ oftar frá því að fólk leggi fram útreikninga sem sýna að að það hafi það betra á bótum en í vinnu. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir hugsanlegt að bætur séu orðnar of háar. Eins og við höfum undanfarið bent á í fréttum Stöðvar 2 er hvatinn til að velja láglaunastarf umfram atvinnuleysisbætur, framfærslustyrki eða örorkubætur oft enginn. Útreikningar sýna að eftir að hlunnindi þeirra hópa sem ekki stunda vinnu eru reiknaðir inn í myndina ber fólk í láglaunastörfum oft minnst úr býtum. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að þetta geti verið varhugaverð þróun. "Við hjá Samtökum atvinnulífsins vorum núna í vikunni á fundum víða um land og þá kom þessi umræða mjög oft upp. Fyrirtæki hafa orðið vör við það að fólk kemur með útreikningana og segir að það hafi það betra atvinnulaust á bótum en í vinnu," segir Vilhjálmur. En sýnir þetta ekki að lægstu launin eru orðin of lág? "Fólki þykja lægstu launin alltaf of lág ég held að það komi aldrei til með að breytast. En ef við skoðum hvernig þetta hefur þróast síðustu fimmtán ár sjáum við að kaupmáttur launanna, það er að segja lágmarkslaunanna, hefur hækkað um 80 prósent. Kaupmáttur þessara lægstu launa hefur því hækkað langt umfram kaupmátt almennt. Þar hefur kaupmáttaraukningin orðið um það bil 30 prósent," segir hann. Vilhjálmur segir að kanna verði hvert stefnt er í þessum málum. En telur hann að bætur og styrkir séu of háir? "Það er alveg hugsanlegt. Það þarf að velta því verulega fyrir sér hvort það sé skynsamlegt að það sé betra fyrir fólk að vera atvinnulaust heldur en í vinnu," svarar Vilhjálmur. Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Atvinnurekendur greina æ oftar frá því að fólk leggi fram útreikninga sem sýna að að það hafi það betra á bótum en í vinnu. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir hugsanlegt að bætur séu orðnar of háar. Eins og við höfum undanfarið bent á í fréttum Stöðvar 2 er hvatinn til að velja láglaunastarf umfram atvinnuleysisbætur, framfærslustyrki eða örorkubætur oft enginn. Útreikningar sýna að eftir að hlunnindi þeirra hópa sem ekki stunda vinnu eru reiknaðir inn í myndina ber fólk í láglaunastörfum oft minnst úr býtum. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að þetta geti verið varhugaverð þróun. "Við hjá Samtökum atvinnulífsins vorum núna í vikunni á fundum víða um land og þá kom þessi umræða mjög oft upp. Fyrirtæki hafa orðið vör við það að fólk kemur með útreikningana og segir að það hafi það betra atvinnulaust á bótum en í vinnu," segir Vilhjálmur. En sýnir þetta ekki að lægstu launin eru orðin of lág? "Fólki þykja lægstu launin alltaf of lág ég held að það komi aldrei til með að breytast. En ef við skoðum hvernig þetta hefur þróast síðustu fimmtán ár sjáum við að kaupmáttur launanna, það er að segja lágmarkslaunanna, hefur hækkað um 80 prósent. Kaupmáttur þessara lægstu launa hefur því hækkað langt umfram kaupmátt almennt. Þar hefur kaupmáttaraukningin orðið um það bil 30 prósent," segir hann. Vilhjálmur segir að kanna verði hvert stefnt er í þessum málum. En telur hann að bætur og styrkir séu of háir? "Það er alveg hugsanlegt. Það þarf að velta því verulega fyrir sér hvort það sé skynsamlegt að það sé betra fyrir fólk að vera atvinnulaust heldur en í vinnu," svarar Vilhjálmur.
Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira