Bara fínt að vera litla liðið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. júlí 2010 07:30 Kári og Ólafur í gær, slakir í stúkunni. Fréttablaðið/Rósa „Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið," segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni. Blikar töpuðu fyrri leiknum úti 1-0 og þurfa því að sækja í kvöld. „Við settum fáa menn í sóknina úti þar sem við vildum ekki vera búnir að tapa einvíginu fyrir seinni leikinn. Við gerum eflaust einhverjar breytingar og við eigum góða möguleika. Við megum bara ekki fá á okkur mark," segir Kári. Fyrirliðinn segir að Mothwerwell yrði ofarlega í íslensku deildinni en helsti munurinn á liðunum sé að þeir séu atvinnumenn sem æfa meira. „En mér finnst þeir ekki endilega framar í tækni eða neitt slíkt. Þeir eru með gott lið og þetta verður ekki auðvelt, hlutirnir verða að falla svolítið með okkur. Við erum litla liðið og það er bara fínt," segir Kári. „Ég ætla ekki að breyta neinu," segir þjálfarinn Ólafur Kristjánsson um mögulegar breytingar frá fyrri leiknum. „Þetta snýst ekki um að fara í meiri sóknarleik. Við þurfum að halda þeim frá því að skora, annars þurfum við að skora þrjú sem er erfitt. Áherslurnar verða svipaðar," segir þjálfarinn. Blikar hafa verið duglegir að skora í sumar og er Ólafur viss um að liðið fái sín færi. „Við höfum fengið færi í öllum leikjunum í sumar. Við þurfum kannski að vera aðeins kaldari en í fyrri leiknum til að fá færin en við höfum skorað nóg í sumar. Það er annað yfirbragð á þessum leik en deildarleikjunum, þetta eru tveir leikir og þeir eru yfir núna. Ég er viss um að þeir vilja skora snemma til að opna okkur og klára nánast leikinn." Hann vill að sínir menn geri það vel sem þeir eru góðir í að gera en Skotarnir eru kokhraustir fyrir leikinn. Tom Hateley segir að sjálfstraustið í liðinu sé mikið. „Við trúum því að við getum unnið leikinn og við erum ekki að fara að pakka í vörn. Við trúum því að við getum skorað eitt, tvö eða þrjú mörk á Íslandi." Ólafur segir að hann hafi sínar aðferðir til að halda spennustiginu réttu. Óneitanlega er mikið í húfi hjá Blikum og liðið ekki verið í þessari stöðu áður. „Maður finnur ekki spennustigið fyrr en í klefanum á leikdag. Það hefur ekki verið vandamál að halda því réttu og verður það ekki núna. Við höfum unnið vel í andlega þættinum hjá okkur," segir þjálfarinn sem segir að Motherwell sé klárlega sterkasta lið sem Blikar hafi mætt á árinu. „Þetta eru ólík lið, þeir eru mjög öflugir. Þeir eru klárlega með sterkasta lið sem við höfum mætt í ár. En við ætlum að vera betri en þeir í þessum leik. Við settum okkur markmið fyrir mótið að vinna einn leik í Evrópukeppninni og við erum ekki búnir að vinna hann enn þá. Nú fáum við tækifæri til þess, við ætlum okkur áfram," segir þjálfarinn. Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
„Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið," segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni. Blikar töpuðu fyrri leiknum úti 1-0 og þurfa því að sækja í kvöld. „Við settum fáa menn í sóknina úti þar sem við vildum ekki vera búnir að tapa einvíginu fyrir seinni leikinn. Við gerum eflaust einhverjar breytingar og við eigum góða möguleika. Við megum bara ekki fá á okkur mark," segir Kári. Fyrirliðinn segir að Mothwerwell yrði ofarlega í íslensku deildinni en helsti munurinn á liðunum sé að þeir séu atvinnumenn sem æfa meira. „En mér finnst þeir ekki endilega framar í tækni eða neitt slíkt. Þeir eru með gott lið og þetta verður ekki auðvelt, hlutirnir verða að falla svolítið með okkur. Við erum litla liðið og það er bara fínt," segir Kári. „Ég ætla ekki að breyta neinu," segir þjálfarinn Ólafur Kristjánsson um mögulegar breytingar frá fyrri leiknum. „Þetta snýst ekki um að fara í meiri sóknarleik. Við þurfum að halda þeim frá því að skora, annars þurfum við að skora þrjú sem er erfitt. Áherslurnar verða svipaðar," segir þjálfarinn. Blikar hafa verið duglegir að skora í sumar og er Ólafur viss um að liðið fái sín færi. „Við höfum fengið færi í öllum leikjunum í sumar. Við þurfum kannski að vera aðeins kaldari en í fyrri leiknum til að fá færin en við höfum skorað nóg í sumar. Það er annað yfirbragð á þessum leik en deildarleikjunum, þetta eru tveir leikir og þeir eru yfir núna. Ég er viss um að þeir vilja skora snemma til að opna okkur og klára nánast leikinn." Hann vill að sínir menn geri það vel sem þeir eru góðir í að gera en Skotarnir eru kokhraustir fyrir leikinn. Tom Hateley segir að sjálfstraustið í liðinu sé mikið. „Við trúum því að við getum unnið leikinn og við erum ekki að fara að pakka í vörn. Við trúum því að við getum skorað eitt, tvö eða þrjú mörk á Íslandi." Ólafur segir að hann hafi sínar aðferðir til að halda spennustiginu réttu. Óneitanlega er mikið í húfi hjá Blikum og liðið ekki verið í þessari stöðu áður. „Maður finnur ekki spennustigið fyrr en í klefanum á leikdag. Það hefur ekki verið vandamál að halda því réttu og verður það ekki núna. Við höfum unnið vel í andlega þættinum hjá okkur," segir þjálfarinn sem segir að Motherwell sé klárlega sterkasta lið sem Blikar hafi mætt á árinu. „Þetta eru ólík lið, þeir eru mjög öflugir. Þeir eru klárlega með sterkasta lið sem við höfum mætt í ár. En við ætlum að vera betri en þeir í þessum leik. Við settum okkur markmið fyrir mótið að vinna einn leik í Evrópukeppninni og við erum ekki búnir að vinna hann enn þá. Nú fáum við tækifæri til þess, við ætlum okkur áfram," segir þjálfarinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira