Þyrla Gæslunnar kölluð út

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarmenn voru kallaðar út eftir að neyðarboð barst frá staðsetningartæki ferðamanns á níundatímanum í morgun. Boðin bárust frá Fjallabaki norðan Mýrdalsjökulls ekki langt frá Álfta- og Laugavatni, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Landhelgisgæslunni. Þyrla Gæslunnar kemur á staðinn innan skamms.