Bílastæðum á Hverfisgötu breytt í hjólastíg 17. ágúst 2010 13:13 Íbúar við Hverfisgötu geta ekki lengur lagt í bílastæði á götunni. Málað verður yfir þau og þau gerð að hjólastíg tímabundið. „Þetta er með því heimskasta sem maður hefur séð lengi," segir Guðjón Pétursson íbúi á Hverfisgötu í Reykjavík. Samþykkt hefur verið í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar að koma fyrir hjólreiðastíg tímabundið í einn mánuð, sunnanmegin í Hverfisgötunni svo að öll bílastæði á götunni munu víkja fyrir hjólastígnum. Íbúum var sent bréf í gær um málið. Gert í hugsunarleysi Guðjón sem býr á Hverfisgötunni segir að mikil óánægja sé með þessa hugmynd meðal íbúa. „Heil gata er svipt hverju einasta bílastæði. Hér býr gamalt fólk og fatlað fólk, sem þarf að labba mörg hundruð metra til að komast heim til sín," segir Guðjón en íbúum er bent á að leggja í bílastæðahús sem eru á Hverfisgötunni og nágrenni. „Ef við þurfum að fara leggja í bílastæðahúsi þarf konan mín að bera dót úr búðum mörg hundruð metra og ég er iðnaðarmaður með þung verkfæri sem ég skil ekki eftir í bíl mínum yfir nóttina. Þetta er bara gert í hugsunarleysi," segir Guðjón og heldur áfram. „Frá mínu heimili eru hundrað metrar í bílastæðahús, ég er með innkeyrslu og bílastæði en ég má ekkert leggja fyrir framan bílskúrinn minn lengur."Þetta kostar bara peninga Hann furðar sig á því hvers vegna sé ekki talað við íbúa á götunni áður en byrjað er á framkvæmdum en þær hófust í gær. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið fyrir 20. ágúst. „Það er ekkert tekið tillit til okkar, þetta er alvarlegt mál." Hann segir að þrátt fyrir að það standi í bréfinu að bílastæðin verði einungis tímabundið sé verið að að eyða peningum borgarbúa. „Það er algjörlega tilgangslaust að gera þetta í mánuði og réttlæta þetta á þeim forsendum. Það er bara verið að sóa peningum okkar í dellu í mánuð, það er bara betra að sleppa þessu því þetta kostar."Íbúar fá ekki tilboð í bílastæðahúsin Ólafur Bjarnason samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir að markmiðið sé að gera götuna hjólvæna um tíma. Hámarkshraði á götunni er 30 kílómetra hraði á klukkustund og með aukinni hjólreiðaumferð sé verið að reyna draga úr hraða biðfreiða en hraðinn sé of hár. Hann segir að þeir íbúar sem missa stæðin fyrir framan húsin sín fái ekki frían aðgang í bílastæða húsunum. „Ég er ekki með rekstur á þeim og ég kannast ekki við að þeir hafi fengið sérstök tilboð. Það er bílastæðavandi í miðborginni og það er boðið upp á menn leggi í þessum húsum fyrir fjögur þúsund á mánuði," segir Ólafur. Hjólreiðastígurinn er einungis tímabundinn og ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort að stæðin verða aðgengileg fyrir íbúa götunnar eftir þann tíma. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Þetta er með því heimskasta sem maður hefur séð lengi," segir Guðjón Pétursson íbúi á Hverfisgötu í Reykjavík. Samþykkt hefur verið í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar að koma fyrir hjólreiðastíg tímabundið í einn mánuð, sunnanmegin í Hverfisgötunni svo að öll bílastæði á götunni munu víkja fyrir hjólastígnum. Íbúum var sent bréf í gær um málið. Gert í hugsunarleysi Guðjón sem býr á Hverfisgötunni segir að mikil óánægja sé með þessa hugmynd meðal íbúa. „Heil gata er svipt hverju einasta bílastæði. Hér býr gamalt fólk og fatlað fólk, sem þarf að labba mörg hundruð metra til að komast heim til sín," segir Guðjón en íbúum er bent á að leggja í bílastæðahús sem eru á Hverfisgötunni og nágrenni. „Ef við þurfum að fara leggja í bílastæðahúsi þarf konan mín að bera dót úr búðum mörg hundruð metra og ég er iðnaðarmaður með þung verkfæri sem ég skil ekki eftir í bíl mínum yfir nóttina. Þetta er bara gert í hugsunarleysi," segir Guðjón og heldur áfram. „Frá mínu heimili eru hundrað metrar í bílastæðahús, ég er með innkeyrslu og bílastæði en ég má ekkert leggja fyrir framan bílskúrinn minn lengur."Þetta kostar bara peninga Hann furðar sig á því hvers vegna sé ekki talað við íbúa á götunni áður en byrjað er á framkvæmdum en þær hófust í gær. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið fyrir 20. ágúst. „Það er ekkert tekið tillit til okkar, þetta er alvarlegt mál." Hann segir að þrátt fyrir að það standi í bréfinu að bílastæðin verði einungis tímabundið sé verið að að eyða peningum borgarbúa. „Það er algjörlega tilgangslaust að gera þetta í mánuði og réttlæta þetta á þeim forsendum. Það er bara verið að sóa peningum okkar í dellu í mánuð, það er bara betra að sleppa þessu því þetta kostar."Íbúar fá ekki tilboð í bílastæðahúsin Ólafur Bjarnason samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir að markmiðið sé að gera götuna hjólvæna um tíma. Hámarkshraði á götunni er 30 kílómetra hraði á klukkustund og með aukinni hjólreiðaumferð sé verið að reyna draga úr hraða biðfreiða en hraðinn sé of hár. Hann segir að þeir íbúar sem missa stæðin fyrir framan húsin sín fái ekki frían aðgang í bílastæða húsunum. „Ég er ekki með rekstur á þeim og ég kannast ekki við að þeir hafi fengið sérstök tilboð. Það er bílastæðavandi í miðborginni og það er boðið upp á menn leggi í þessum húsum fyrir fjögur þúsund á mánuði," segir Ólafur. Hjólreiðastígurinn er einungis tímabundinn og ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort að stæðin verða aðgengileg fyrir íbúa götunnar eftir þann tíma.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira