Erlent

Skemmdarverk og íkveikjur í Kaupmannahöfn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Skemmdarverk, íkveikjur og alls kyns óspektir einkenndu næturvakt lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Kveikt var í að minnsta kosti níu bílum og nokkrum ruslagámum en lögregla hefur staðið í stórræðum um helgina og handtekið mörg hundruð manns, sem komnir eru til að mótmæla við ráðstefnuhöllina Bella Center þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur út þessa viku. Mótmælendur færast nú allir í aukana þar sem þjóðhöfðingjar margra ríkja ætla að sitja þessa síðari viku ráðstefnunnar og eru nú að tínast til borgarinnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×