Fram - Fylkir 2-0: Umfjöllun Gunnar Örn Jónsson skrifar 30. júlí 2009 16:02 Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli, þar sem Fylkismenn sóttu Framara heim, í 8-liða úrslitum VISA bikarsins í knattspyrnu karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri Fram. Leikurinn fór rólega af stað, mikið var um stöðubaráttur og ljóst að bæði liðin ætluðu sér í undanúrslit. Framararnir komu ofar á völlinn en undirritaður hefur séð fram til þessa í sumar og þeir voru mun líflegri í fyrri hálfleik. Þeir sóttu á mörgum mönnum en mættu fyrir öflugri vörn Fylkismanna. Framararnir áttu nokkuð mikið af hálf færum og voru þeir Heiðar Geir Júlíusson og Hjálmar Þórarinsson, hvað skæðastir sóknarlega hjá Fram. Á 35. mínútu fékk Heiðar Geir dauðafæri í vítateig Fylkis eftir góðan undirbúning Hjálmars Þórarinssonar en Andrés Jóhannesson varnarmaður Fylkis skutlaði sér fyrir boltann og kom í veg fyrir að boltinn rataði að marki. Fylkismenn voru hins vegar arfa slakir sóknarlega, boltinn gekk illa á milli manna og þeir sköpuðu sér engin færi að ráði fyrr en á fertugustu mínútu. Þá gerði Albert Ingason mjög vel þegar hann óð upp að endamörkum Framara hægra megin og lagði boltann út í teiginn þar sem Ingimundur Níels Óskarsson, fékk mjög gott færi í námunda við vítapunkt Fram en skot hans fór hátt yfir markið. Staðan því markalaus í hálfleik í hreint út sagt ansi bragðdaufum leik, þrátt fyrir frábært knattspyrnuveður sem fyrr segir. Fátt markvert gerðist í fyrri hluta síðari hálfleiks. Knattspyrnulega séð gekk boltinn illa á milli manna og mikið var um misheppnaðar sendingar. Á 69. mínútu fékk Ingimundur Níels Óskarsson knöttinn í vítateignum hægra megin. Hann óð upp að marki Fram en var allt of lengi að athafna sig og komst Auðun Helgason, varnarmaður Fram, fyrir skotið á síðustu stundu. Frábær vörn hjá Auðuni. Framarinn Paul McShane missti stjórn á skapi sínu á 74. mínútu. Hann tuðaði í Jóhannesi Valgeirssyni, frekar slökum dómara leiksins og fékk gult spjald. Hann linnti þó ekki látum, hélt áfram að tuða eftir að hafa fengið spjaldið, fékk annað gult spjald og þar með rautt. Fjórum mínútum síðar fengu Fylkismenn horn frá vinstri, boltinn barst til Pape Mamadou Faye, sem skaut knettinum í þverslána á marki Fram. Tvímælalaust hættulegasta færi Fylkis í leiknum. Framarar fengu mjög ódýra vítaspyrnu á 84. mínútu þegar Pape Mamadou Faye, sóknarmaður Fylkis, braut á Samuel Tillen. Samuel Tillen tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi. Einungis mínútu síðar fékk Pape Mamadou Faye, mjög gott færi á markteig Framara en hann átti slakt skot sem fót fram hjá marki Fylkis. Varamaðurinn, Jón Guðni Fjóluson, innsiglaði svo sigur Fram á 90. mínútu með góðu marki eftir horn og 2-0 sigur Fram var staðreynd. Framarar áttu sigurinn skilinn en þeir voru betri aðilinn í leiknum allan tímann, þrátt fyrir að vera einum manni færri frá 74. mínútu. Færin voru þó af skornum skammti og ljóst að vítaspyrna Framara var vendipunkturinn í leiknum. Fylkismenn voru arfaslakir fram á við og fengu ekki eitt einasta alvöru marktækifæri í leiknum. Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli, þar sem Fylkismenn sóttu Framara heim, í 8-liða úrslitum VISA bikarsins í knattspyrnu karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri Fram. Leikurinn fór rólega af stað, mikið var um stöðubaráttur og ljóst að bæði liðin ætluðu sér í undanúrslit. Framararnir komu ofar á völlinn en undirritaður hefur séð fram til þessa í sumar og þeir voru mun líflegri í fyrri hálfleik. Þeir sóttu á mörgum mönnum en mættu fyrir öflugri vörn Fylkismanna. Framararnir áttu nokkuð mikið af hálf færum og voru þeir Heiðar Geir Júlíusson og Hjálmar Þórarinsson, hvað skæðastir sóknarlega hjá Fram. Á 35. mínútu fékk Heiðar Geir dauðafæri í vítateig Fylkis eftir góðan undirbúning Hjálmars Þórarinssonar en Andrés Jóhannesson varnarmaður Fylkis skutlaði sér fyrir boltann og kom í veg fyrir að boltinn rataði að marki. Fylkismenn voru hins vegar arfa slakir sóknarlega, boltinn gekk illa á milli manna og þeir sköpuðu sér engin færi að ráði fyrr en á fertugustu mínútu. Þá gerði Albert Ingason mjög vel þegar hann óð upp að endamörkum Framara hægra megin og lagði boltann út í teiginn þar sem Ingimundur Níels Óskarsson, fékk mjög gott færi í námunda við vítapunkt Fram en skot hans fór hátt yfir markið. Staðan því markalaus í hálfleik í hreint út sagt ansi bragðdaufum leik, þrátt fyrir frábært knattspyrnuveður sem fyrr segir. Fátt markvert gerðist í fyrri hluta síðari hálfleiks. Knattspyrnulega séð gekk boltinn illa á milli manna og mikið var um misheppnaðar sendingar. Á 69. mínútu fékk Ingimundur Níels Óskarsson knöttinn í vítateignum hægra megin. Hann óð upp að marki Fram en var allt of lengi að athafna sig og komst Auðun Helgason, varnarmaður Fram, fyrir skotið á síðustu stundu. Frábær vörn hjá Auðuni. Framarinn Paul McShane missti stjórn á skapi sínu á 74. mínútu. Hann tuðaði í Jóhannesi Valgeirssyni, frekar slökum dómara leiksins og fékk gult spjald. Hann linnti þó ekki látum, hélt áfram að tuða eftir að hafa fengið spjaldið, fékk annað gult spjald og þar með rautt. Fjórum mínútum síðar fengu Fylkismenn horn frá vinstri, boltinn barst til Pape Mamadou Faye, sem skaut knettinum í þverslána á marki Fram. Tvímælalaust hættulegasta færi Fylkis í leiknum. Framarar fengu mjög ódýra vítaspyrnu á 84. mínútu þegar Pape Mamadou Faye, sóknarmaður Fylkis, braut á Samuel Tillen. Samuel Tillen tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi. Einungis mínútu síðar fékk Pape Mamadou Faye, mjög gott færi á markteig Framara en hann átti slakt skot sem fót fram hjá marki Fylkis. Varamaðurinn, Jón Guðni Fjóluson, innsiglaði svo sigur Fram á 90. mínútu með góðu marki eftir horn og 2-0 sigur Fram var staðreynd. Framarar áttu sigurinn skilinn en þeir voru betri aðilinn í leiknum allan tímann, þrátt fyrir að vera einum manni færri frá 74. mínútu. Færin voru þó af skornum skammti og ljóst að vítaspyrna Framara var vendipunkturinn í leiknum. Fylkismenn voru arfaslakir fram á við og fengu ekki eitt einasta alvöru marktækifæri í leiknum.
Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira