Umfjöllun: Barátta innan sem utan vallar í Kópavogi Breki Logason skrifar 30. júlí 2009 16:01 Gunnleifur Gunnleifsson var í marki HK á móti Blikum í kvöld. Mynd/Vilhelm Það var sannkallaður hiti á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik sló nágranna sína úr HK út úr Visabikarnum með marki frá Guðmundi Péturssyni. Mikil barátta var innan vallar sem utan, og var meðal annars slegist í stúkunni. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þó Blikar hafi kannski verið í við sterkari, þeir fengu allavega fleiri færi, en nýttu þau oft ekki nægjanlega vel. HK-ingar áttu fínar rispur og áttu til dæmis að fá vítaspyrnu þegar augljóslega var ýtt á bakið á Ásgrími Albertssyni leikmanni þeirra inni í teig Breiðabliks. Kristinn Jakobsson dæmdi hinsvegar ekkert. Þá komst Aron Palomares einn inn fyrir en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað hann að gefa boltann yfir í stað þess að skjóta en þá komust Blikar inn í sendinguna. Staðan því 1:0 fyrir Breiðablik í hálfleik og hörku leikur í gangi. Mesti atgangurinn varð þó í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli eftir að Guðmundur Pétursson skoraði markið. Stuðningsmannahópum liðanna lenti saman. Allt róaðist þó mjög fljótt og voru fjölmargir gæslumenn í gulum vestum settir í sætin á milli hópanna. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvað gerðist en fréttir hér á vellinum hermdu að menn hefðu bókstaflega slegist. Blikar byrjuðu síðari hálfleikinn ágætlega og mokaði Kristinn Steindórsson boltanum yfir eftir aukaspyrnu frá Alfreði Finnbogasyni. Aðstoðardómarinn datt síðan á bossann þegar hann dæmdi hornspyrnu. HK-ingar hresstust þó fljótlega og áttu nokkra sjénsa. Breiðablik átti einnig sín færi en náðu ekki að klára. Guðmundur Kristjánsson skallaði til dæmis í slánna úr dauðafæri eftir hornspyrnu. Bæði lið gátu skorað mörk og má segja að HK hafi sótt hart að Blikum undir lok leiksins. Meðal annars bjargaði Ingvar Kale sínum mönnum glæsilega. Blikar héldu svo boltanum þar til tíminn rann út og var sigur þeirra í raun nokkuð sanngjarn. Breiðablika sigraði því orrustuna um Kópavog að þessu sinni og eru komnir í undanúrslit í Visabikarnum. Íslenski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Það var sannkallaður hiti á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik sló nágranna sína úr HK út úr Visabikarnum með marki frá Guðmundi Péturssyni. Mikil barátta var innan vallar sem utan, og var meðal annars slegist í stúkunni. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þó Blikar hafi kannski verið í við sterkari, þeir fengu allavega fleiri færi, en nýttu þau oft ekki nægjanlega vel. HK-ingar áttu fínar rispur og áttu til dæmis að fá vítaspyrnu þegar augljóslega var ýtt á bakið á Ásgrími Albertssyni leikmanni þeirra inni í teig Breiðabliks. Kristinn Jakobsson dæmdi hinsvegar ekkert. Þá komst Aron Palomares einn inn fyrir en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað hann að gefa boltann yfir í stað þess að skjóta en þá komust Blikar inn í sendinguna. Staðan því 1:0 fyrir Breiðablik í hálfleik og hörku leikur í gangi. Mesti atgangurinn varð þó í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli eftir að Guðmundur Pétursson skoraði markið. Stuðningsmannahópum liðanna lenti saman. Allt róaðist þó mjög fljótt og voru fjölmargir gæslumenn í gulum vestum settir í sætin á milli hópanna. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvað gerðist en fréttir hér á vellinum hermdu að menn hefðu bókstaflega slegist. Blikar byrjuðu síðari hálfleikinn ágætlega og mokaði Kristinn Steindórsson boltanum yfir eftir aukaspyrnu frá Alfreði Finnbogasyni. Aðstoðardómarinn datt síðan á bossann þegar hann dæmdi hornspyrnu. HK-ingar hresstust þó fljótlega og áttu nokkra sjénsa. Breiðablik átti einnig sín færi en náðu ekki að klára. Guðmundur Kristjánsson skallaði til dæmis í slánna úr dauðafæri eftir hornspyrnu. Bæði lið gátu skorað mörk og má segja að HK hafi sótt hart að Blikum undir lok leiksins. Meðal annars bjargaði Ingvar Kale sínum mönnum glæsilega. Blikar héldu svo boltanum þar til tíminn rann út og var sigur þeirra í raun nokkuð sanngjarn. Breiðablika sigraði því orrustuna um Kópavog að þessu sinni og eru komnir í undanúrslit í Visabikarnum.
Íslenski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira