Erlent

Geta nú talað saman á gelísku

Nú má nota gelísku í formlegum samskiptum milli ráðherra skosku stjórnarinnar og embættis­manna Evrópusambandsins.

Þetta var ákveðið í byrjun mánaðarins og er svipað samkomulag og var gert um notkun velsku í júlí. Skotar greiða sjálfir fyrir þýðingarnar.

„Að gelíska sé töluð á slíkum vettvangi eykur vægi hennar heima og erlendis. Ég hlakka til að ávarpa ráðið á gelísku," segir menningarmálaráðherra Skotlands, Mike Russel.

Árið 2001 töluðu 58.652 Skotar gelísku. - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×