Íslenski boltinn

Tommy Nielsen: Til í eitt ár í viðbót

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tommy Nielsen hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með FH.
Tommy Nielsen hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með FH. Mynd/Daníel

Tommy Nielsen segist vel til í að spila í eitt ár til viðbótar með FH-ingum en hann er 37 ára gamall.

Hann varð í dag Íslandsmeistari með FH í fimmta sinn á ferlinum en hann kom til FH árið 2003. Hann hefur því átt ríkan þátt í velgengni FH á undanförnum árum en hann á að baki 137 leiki í deild og bikar á þessum tíma.

„Það er auðvitað alltaf frábært að vinna deildina en það toppar kannski ekkert fyrsta skiptið," sagði hann í samtali við Vísi í dag.

„En ég er mjög ánægður í FH og við erum byrjaðir að tala um næsta ár. Ég hef áhuga á að halda áfram. Ég hef verið nokkuð heppinn með meiðsli og líst vel á að spila í eitt ár til viðbótar."








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×