Erlent

Norðmenn vilja losna við erlend glæpagengi

Óli Tynes skrifar

Norðmenn eru orðnir svo þreyttir á þjófagengjum frá Austur-Evrópu að þeir ætla að kanna hvort sé hægt að framlengja varðhald yfir þeim þartil hægt er að vísa þeim úr landi.

Það eru sérstaklega Rúmenar sem nú herja á Noreg. Áður höfðu Pólverjar og Litháar þann vafasama heiður að vera fjölmennastir í hópi erlendra glæpagengja.

Samkvæmt tölfræði lögreglunnar voru Rúmenar viðriðnir 340 þjófnaði árið 2006. Það sem af er þessu ári eru tilfellin orðin 1580.

Þessar tölur vekja ugg í brjósti bæði norskra og rúmenskra yfirvalda. Knut Stoberget dómsmálaráðherra Noregs segir að Rúmenar taki þetta mjög alvarlega enda sé þetta mikill álitshnekkir fyrir landið.

Þótt fæstir Rúmenar í Noregei séu glæpamenn komi þetta þeim mjög illa.

Stoberget segir að verið sé að kanna hvort hægt sé að halda Rúmenskum afbrotamönnum í fangelsi jafnvel eftir að þeir hafa afplánað dóm sinn.

Ráðherrann vill að þeir verði í vörslu yfirvalda alveg þangað til hægt sé að fylgja þeim um borð í flugvél úr landi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×