Innlent

Forsetinn skrifaði undir lög um ríkisábyrgð í morgun

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands skrifaði í dag undir lög um ríkisábyrgð á Icesave samningana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forsetaembættinu. Um tíu þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til forsetans þess efnis að skrifa ekki undir lögin og vísa málinu þannig til þjóðarinnar. Forsetinn rökstyður ákvörðun sína hins vegar með því að vísa til þeirra fyrirvara sem settir voru við ríkisábyrgðina af hálfu Alþingis og þingmenn samþykktu með afgerandi hætti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×