Bandaríski bílarisinn GM endar í ríkiseigu 29. maí 2009 04:30 Heimsendastemning ríkir í hinum stoltu höfuðstöðvum GM í Detroit. fréttablaðið/AP Um helgina rennur út frestur sem stjórnendur General Motors – sem lengi var stærsti bílaframleiðandi heims – hafa til að semja við lánardrottna sína til að afstýra gjaldþroti. Þær viðræður sem átt hafa sér stað um málið þessa vikuna hafa bara snúist um aðferðafræðina við að keyra „gamla GM“ í gegnum gjaldþrot svo að sem fyrst verði hægt að fela endurreistu fyrirtæki án sligandi skuldaklafa að halda „straumlínulöguðum“ rekstri áfram. Samkvæmt því sem frést hafði í gær um gang viðræðnanna er hópur stærstu lánardrottna GM, sem eiga um fimmtung ótryggðra heildarskulda samsteypunnar, nú jákvæðari fyrir áformum stjórnvalda um að keyra GM í gegnum hraðgjaldþrot, gegn því að lánardrottnarnir fái stærri hlut í hinu endurreista fyrirtæki en þeim hafði áður verið boðið. Samkvæmt því tilboði sem þeim var gert fyrr í vikunni áttu þeir að fá tíu prósent hlutafjár í nýja fyrirtækinu gegn því að afskrifa kröfur sínar. Því tilboði var hafnað. Samkvæmt nýja tilboðinu er áætlunin sú að ríkið eigi 72,5 prósent hlutafjár í endurreistu GM, eftirlaunasjóður starfsmanna 17,5 prósent og aðrir kröfuhafar 10 prósent. Þeim síðastnefndu mun jafnframt standa til boða að kaupa 15 prósent hlutafjár til viðbótar (af ríkinu) á niðursettu verði. Áformin gera ráð fyrir að í hinu endurreista GM verði aðeins arðbærustu einingar fyrirtækisins en þær sem standa síst undir sér verða skildar eftir í því gamla. Þær eignir verði í gegnum gjaldþrotaferlið nýttar til að greiða almennum kröfuhöfum. Þetta er hliðstætt ferli og ákveðið var fyrir Chrysler fyrir mánuði. AP-fréttastofan hafði eftir heimildarmanni sem komið hefur að viðræðunum í Detroit að til standi að loka fjórtán verksmiðjum, en með þeim tapast um 21.000 störf. Enn er óljóst hvað verður um Evrópudeild GM, en uppistaða hennar eru Opel-verksmiðjurnar í Þýskalandi. Nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á að taka reksturinn yfir, en þau áform eru öll háð því að stjórnvöld í Þýskalandi (og öðrum löndum Evrópu þar sem GM er með umsvif) gangist í ábyrgðir fyrir fjármögnun yfirtökunnar, gegn því að heita því að skera ekki niður fleiri störf en ýtrasta nauðsyn krefur. Viðræður fóru fram milli málsaðila í Berlín í fyrradag. Fundurinn teygðist fram á nótt en endaði án niðurstöðu, að sögn vegna þess að það var ekki fyrr en á honum stóð að upp úr dúrnum kom að Opel þarf á 300 milljónum evra meira til að geta staðið við skammtímaskuldbindingar sínar en hingað til var talið. Í dag, föstudag, á að ræða möguleikana á lausn á sérboðuðum bráðafundi ráðherra frá þeim Evrópusambandslöndum þar sem mörg GM-störf eru í húfi. audunn@frettabladid.is Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Um helgina rennur út frestur sem stjórnendur General Motors – sem lengi var stærsti bílaframleiðandi heims – hafa til að semja við lánardrottna sína til að afstýra gjaldþroti. Þær viðræður sem átt hafa sér stað um málið þessa vikuna hafa bara snúist um aðferðafræðina við að keyra „gamla GM“ í gegnum gjaldþrot svo að sem fyrst verði hægt að fela endurreistu fyrirtæki án sligandi skuldaklafa að halda „straumlínulöguðum“ rekstri áfram. Samkvæmt því sem frést hafði í gær um gang viðræðnanna er hópur stærstu lánardrottna GM, sem eiga um fimmtung ótryggðra heildarskulda samsteypunnar, nú jákvæðari fyrir áformum stjórnvalda um að keyra GM í gegnum hraðgjaldþrot, gegn því að lánardrottnarnir fái stærri hlut í hinu endurreista fyrirtæki en þeim hafði áður verið boðið. Samkvæmt því tilboði sem þeim var gert fyrr í vikunni áttu þeir að fá tíu prósent hlutafjár í nýja fyrirtækinu gegn því að afskrifa kröfur sínar. Því tilboði var hafnað. Samkvæmt nýja tilboðinu er áætlunin sú að ríkið eigi 72,5 prósent hlutafjár í endurreistu GM, eftirlaunasjóður starfsmanna 17,5 prósent og aðrir kröfuhafar 10 prósent. Þeim síðastnefndu mun jafnframt standa til boða að kaupa 15 prósent hlutafjár til viðbótar (af ríkinu) á niðursettu verði. Áformin gera ráð fyrir að í hinu endurreista GM verði aðeins arðbærustu einingar fyrirtækisins en þær sem standa síst undir sér verða skildar eftir í því gamla. Þær eignir verði í gegnum gjaldþrotaferlið nýttar til að greiða almennum kröfuhöfum. Þetta er hliðstætt ferli og ákveðið var fyrir Chrysler fyrir mánuði. AP-fréttastofan hafði eftir heimildarmanni sem komið hefur að viðræðunum í Detroit að til standi að loka fjórtán verksmiðjum, en með þeim tapast um 21.000 störf. Enn er óljóst hvað verður um Evrópudeild GM, en uppistaða hennar eru Opel-verksmiðjurnar í Þýskalandi. Nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á að taka reksturinn yfir, en þau áform eru öll háð því að stjórnvöld í Þýskalandi (og öðrum löndum Evrópu þar sem GM er með umsvif) gangist í ábyrgðir fyrir fjármögnun yfirtökunnar, gegn því að heita því að skera ekki niður fleiri störf en ýtrasta nauðsyn krefur. Viðræður fóru fram milli málsaðila í Berlín í fyrradag. Fundurinn teygðist fram á nótt en endaði án niðurstöðu, að sögn vegna þess að það var ekki fyrr en á honum stóð að upp úr dúrnum kom að Opel þarf á 300 milljónum evra meira til að geta staðið við skammtímaskuldbindingar sínar en hingað til var talið. Í dag, föstudag, á að ræða möguleikana á lausn á sérboðuðum bráðafundi ráðherra frá þeim Evrópusambandslöndum þar sem mörg GM-störf eru í húfi. audunn@frettabladid.is
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira