Erlent

Michelle Obama í vax

Óli Tynes skrifar
Colin Jackson snyrtir Michelle.
Colin Jackson snyrtir Michelle. MYND/AP

Barack Obama forseti er auðvitað löngu kominn upp í vaxmyndasöfnum víðsvegar í heiminum. Nú er röðin komin að eiginkonu hans Michelle.

Á meðfylgjandi mynd er myndlistamaðurinn Colin Jackson að vinna að vaxmynd af henni.

Gerð myndarinnar tekur um hálft ár og gert er ráð fyrir að forsetafrúin verði komin við hlið eiginmannsins í vaxmyndasafni Madam Tussauds í Washington í mars næstkomandi.

Ekki er ljóst hvort einnig verða gerðar vaxmyndir af dætrum þeirra tveim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×