Fram - Fylkir 2-0: Umfjöllun Gunnar Örn Jónsson skrifar 30. júlí 2009 16:02 Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli, þar sem Fylkismenn sóttu Framara heim, í 8-liða úrslitum VISA bikarsins í knattspyrnu karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri Fram. Leikurinn fór rólega af stað, mikið var um stöðubaráttur og ljóst að bæði liðin ætluðu sér í undanúrslit. Framararnir komu ofar á völlinn en undirritaður hefur séð fram til þessa í sumar og þeir voru mun líflegri í fyrri hálfleik. Þeir sóttu á mörgum mönnum en mættu fyrir öflugri vörn Fylkismanna. Framararnir áttu nokkuð mikið af hálf færum og voru þeir Heiðar Geir Júlíusson og Hjálmar Þórarinsson, hvað skæðastir sóknarlega hjá Fram. Á 35. mínútu fékk Heiðar Geir dauðafæri í vítateig Fylkis eftir góðan undirbúning Hjálmars Þórarinssonar en Andrés Jóhannesson varnarmaður Fylkis skutlaði sér fyrir boltann og kom í veg fyrir að boltinn rataði að marki. Fylkismenn voru hins vegar arfa slakir sóknarlega, boltinn gekk illa á milli manna og þeir sköpuðu sér engin færi að ráði fyrr en á fertugustu mínútu. Þá gerði Albert Ingason mjög vel þegar hann óð upp að endamörkum Framara hægra megin og lagði boltann út í teiginn þar sem Ingimundur Níels Óskarsson, fékk mjög gott færi í námunda við vítapunkt Fram en skot hans fór hátt yfir markið. Staðan því markalaus í hálfleik í hreint út sagt ansi bragðdaufum leik, þrátt fyrir frábært knattspyrnuveður sem fyrr segir. Fátt markvert gerðist í fyrri hluta síðari hálfleiks. Knattspyrnulega séð gekk boltinn illa á milli manna og mikið var um misheppnaðar sendingar. Á 69. mínútu fékk Ingimundur Níels Óskarsson knöttinn í vítateignum hægra megin. Hann óð upp að marki Fram en var allt of lengi að athafna sig og komst Auðun Helgason, varnarmaður Fram, fyrir skotið á síðustu stundu. Frábær vörn hjá Auðuni. Framarinn Paul McShane missti stjórn á skapi sínu á 74. mínútu. Hann tuðaði í Jóhannesi Valgeirssyni, frekar slökum dómara leiksins og fékk gult spjald. Hann linnti þó ekki látum, hélt áfram að tuða eftir að hafa fengið spjaldið, fékk annað gult spjald og þar með rautt. Fjórum mínútum síðar fengu Fylkismenn horn frá vinstri, boltinn barst til Pape Mamadou Faye, sem skaut knettinum í þverslána á marki Fram. Tvímælalaust hættulegasta færi Fylkis í leiknum. Framarar fengu mjög ódýra vítaspyrnu á 84. mínútu þegar Pape Mamadou Faye, sóknarmaður Fylkis, braut á Samuel Tillen. Samuel Tillen tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi. Einungis mínútu síðar fékk Pape Mamadou Faye, mjög gott færi á markteig Framara en hann átti slakt skot sem fót fram hjá marki Fylkis. Varamaðurinn, Jón Guðni Fjóluson, innsiglaði svo sigur Fram á 90. mínútu með góðu marki eftir horn og 2-0 sigur Fram var staðreynd. Framarar áttu sigurinn skilinn en þeir voru betri aðilinn í leiknum allan tímann, þrátt fyrir að vera einum manni færri frá 74. mínútu. Færin voru þó af skornum skammti og ljóst að vítaspyrna Framara var vendipunkturinn í leiknum. Fylkismenn voru arfaslakir fram á við og fengu ekki eitt einasta alvöru marktækifæri í leiknum. Íslenski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli, þar sem Fylkismenn sóttu Framara heim, í 8-liða úrslitum VISA bikarsins í knattspyrnu karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri Fram. Leikurinn fór rólega af stað, mikið var um stöðubaráttur og ljóst að bæði liðin ætluðu sér í undanúrslit. Framararnir komu ofar á völlinn en undirritaður hefur séð fram til þessa í sumar og þeir voru mun líflegri í fyrri hálfleik. Þeir sóttu á mörgum mönnum en mættu fyrir öflugri vörn Fylkismanna. Framararnir áttu nokkuð mikið af hálf færum og voru þeir Heiðar Geir Júlíusson og Hjálmar Þórarinsson, hvað skæðastir sóknarlega hjá Fram. Á 35. mínútu fékk Heiðar Geir dauðafæri í vítateig Fylkis eftir góðan undirbúning Hjálmars Þórarinssonar en Andrés Jóhannesson varnarmaður Fylkis skutlaði sér fyrir boltann og kom í veg fyrir að boltinn rataði að marki. Fylkismenn voru hins vegar arfa slakir sóknarlega, boltinn gekk illa á milli manna og þeir sköpuðu sér engin færi að ráði fyrr en á fertugustu mínútu. Þá gerði Albert Ingason mjög vel þegar hann óð upp að endamörkum Framara hægra megin og lagði boltann út í teiginn þar sem Ingimundur Níels Óskarsson, fékk mjög gott færi í námunda við vítapunkt Fram en skot hans fór hátt yfir markið. Staðan því markalaus í hálfleik í hreint út sagt ansi bragðdaufum leik, þrátt fyrir frábært knattspyrnuveður sem fyrr segir. Fátt markvert gerðist í fyrri hluta síðari hálfleiks. Knattspyrnulega séð gekk boltinn illa á milli manna og mikið var um misheppnaðar sendingar. Á 69. mínútu fékk Ingimundur Níels Óskarsson knöttinn í vítateignum hægra megin. Hann óð upp að marki Fram en var allt of lengi að athafna sig og komst Auðun Helgason, varnarmaður Fram, fyrir skotið á síðustu stundu. Frábær vörn hjá Auðuni. Framarinn Paul McShane missti stjórn á skapi sínu á 74. mínútu. Hann tuðaði í Jóhannesi Valgeirssyni, frekar slökum dómara leiksins og fékk gult spjald. Hann linnti þó ekki látum, hélt áfram að tuða eftir að hafa fengið spjaldið, fékk annað gult spjald og þar með rautt. Fjórum mínútum síðar fengu Fylkismenn horn frá vinstri, boltinn barst til Pape Mamadou Faye, sem skaut knettinum í þverslána á marki Fram. Tvímælalaust hættulegasta færi Fylkis í leiknum. Framarar fengu mjög ódýra vítaspyrnu á 84. mínútu þegar Pape Mamadou Faye, sóknarmaður Fylkis, braut á Samuel Tillen. Samuel Tillen tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi. Einungis mínútu síðar fékk Pape Mamadou Faye, mjög gott færi á markteig Framara en hann átti slakt skot sem fót fram hjá marki Fylkis. Varamaðurinn, Jón Guðni Fjóluson, innsiglaði svo sigur Fram á 90. mínútu með góðu marki eftir horn og 2-0 sigur Fram var staðreynd. Framarar áttu sigurinn skilinn en þeir voru betri aðilinn í leiknum allan tímann, þrátt fyrir að vera einum manni færri frá 74. mínútu. Færin voru þó af skornum skammti og ljóst að vítaspyrna Framara var vendipunkturinn í leiknum. Fylkismenn voru arfaslakir fram á við og fengu ekki eitt einasta alvöru marktækifæri í leiknum.
Íslenski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira