Innlent

Davíð eyðilagði landsfund Sjálfstæðisflokksins

Vilhjálmur Egilsson segir að Davíð hafi rifið niður endurreisnarstarf Sjálfstæðisflokksins. Mynd/ GVA.
Vilhjálmur Egilsson segir að Davíð hafi rifið niður endurreisnarstarf Sjálfstæðisflokksins. Mynd/ GVA.
Davíð Oddsson eyðilagði landsfund Sjálfstæðisflokksins með ræðu sinni á fundinum, segir Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og formaður Endurreisnarnefndar flokksins.

„Það var búið að vinna þarna heilmikið uppbyggjandi starf sem að hann síðan tekur að sér að rífa niður," sagði Vilhjálmur í samtali við fréttamann Stöðvar 2 og Vísis í kvöld. Vilhjálmur segir að sér lítist illa á niðurstöðu kosninganna enda sé hann gamall sjálfstæðismaður og fyrrverandi þingmaður flokksins.

Vilhjálmur telur að skýringarnar á falli flokksins séu margar. Meðal annars það að fólk telji flokkinn bera ábyrgð á efnahagshruninu og fólk geri athugasemdir við afstöðu flokksins gagnvart Evrópusambandinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.