Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal fyrir tveimur árum síðan hafa sent frá sér mynd sem þau hafa látið gera og sýnir hvernig Maddí gæti litið út í dag sé hún á lífi. Foreldrarnir fengu sérfræðing til þess að útbúa myndina þar sem reynt er að gera sér í hugarlund hvernig stúlkan hefur elst á þeim tíma sem liðinn er frá því hún hvarf.
Myndin verður notuð á veggspjöldum sem dreifa á um allan heim en foreldrarnir Kate og Gerry McCann hafa ekki gefist upp við leitina. Madeleine var þriggja ára gömul þegar hún hvarf þann þriðja maí 2007. Sé hún enn á lífi er hún fimm og bráðum sex ára gömul. Sérfræðingurinn sem gerði myndina notaðist meðal annars við myndir af foreldrunum þegar þau voru á sama aldri og Madeleine er í dag.
Svona gæti Maddý litið út í dag
