Beckham: Búinn að lækka fituprósentuna sína úr 13,7 í 8,5 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2009 23:45 David Beckham hefur verið að gera góða hluti með AC Milan. Mynd/AFP David Beckham mun væntanlega leika sinn 109.landsleik fyrir England á laugardaginn þegar enska landsliðið mætir Slóvökum í vináttulandsleik. Menn í Englandi eru nú farnir að velta því fyrir sér hvort Beckham eigi möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton sem lék 125 landsleiki á sínum tíma. „Það er mikill heiður á að fá að spila fyrir England og hver landsleikur er bónus fyrir mig," sagði Beckham sem deilir nú meti með Bobby Moore yfir útileikmenn sem hafa spilað flesta leiki fyrir enska landsliðið. „Ég bjóst ekki við að ná 100 leikjum og þegar ég náði þeim fjölda þá héldu allir að ég myndi hætta. Ég er ánægður með að vera búinn að spila 108 leiki og vonandi næ ég að spila leik númer 109," sagði Beckham. Verði Beckham með enska landsliðinu fram að HM í Suður-Afríku þá ætti hann að eiga góða möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton í sjálfri heimsmeistarakeppninni. „Fólk er farið að tala um metið en ég er ekkert að spá í þessu. Það getur margt breyst í boltanum en Milan hefur gefið mér tækifæri til að halda áfram að spila í alþjóðlegum bolta," sagði hinn 33 ára gamli Beckham sem er á láni hjá AC Milan frá bandaríska liðinu LA Galaxy. Beckham hefur bæst í hóp fjölmargra annarra „eldri" leikmanna sem hafa fengið endurnýjaða lífdaga eftir að þeir komust í hina frábæru aðstöðu hjá AC Milan þar sem hugsað er einstaklega vel um leikmennina. „Ég er búinn að bæta mitt líkamlega form mikið síðan ég kom til Ítalíu. Þegar ég hitti Mílan-liðið í Dubai í desember þá var fituprósentan mín 13,7 prósent en núna er hún komin niður í 8,5 prósent," sagði Beckham. David Beckham hefur spilað 12 deildarleiki með AC Milan á tímabilinu og skoraði í þeim 2 mörk auk þess að gefa margar stoðsendingar á félaga sína í liðinu. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
David Beckham mun væntanlega leika sinn 109.landsleik fyrir England á laugardaginn þegar enska landsliðið mætir Slóvökum í vináttulandsleik. Menn í Englandi eru nú farnir að velta því fyrir sér hvort Beckham eigi möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton sem lék 125 landsleiki á sínum tíma. „Það er mikill heiður á að fá að spila fyrir England og hver landsleikur er bónus fyrir mig," sagði Beckham sem deilir nú meti með Bobby Moore yfir útileikmenn sem hafa spilað flesta leiki fyrir enska landsliðið. „Ég bjóst ekki við að ná 100 leikjum og þegar ég náði þeim fjölda þá héldu allir að ég myndi hætta. Ég er ánægður með að vera búinn að spila 108 leiki og vonandi næ ég að spila leik númer 109," sagði Beckham. Verði Beckham með enska landsliðinu fram að HM í Suður-Afríku þá ætti hann að eiga góða möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton í sjálfri heimsmeistarakeppninni. „Fólk er farið að tala um metið en ég er ekkert að spá í þessu. Það getur margt breyst í boltanum en Milan hefur gefið mér tækifæri til að halda áfram að spila í alþjóðlegum bolta," sagði hinn 33 ára gamli Beckham sem er á láni hjá AC Milan frá bandaríska liðinu LA Galaxy. Beckham hefur bæst í hóp fjölmargra annarra „eldri" leikmanna sem hafa fengið endurnýjaða lífdaga eftir að þeir komust í hina frábæru aðstöðu hjá AC Milan þar sem hugsað er einstaklega vel um leikmennina. „Ég er búinn að bæta mitt líkamlega form mikið síðan ég kom til Ítalíu. Þegar ég hitti Mílan-liðið í Dubai í desember þá var fituprósentan mín 13,7 prósent en núna er hún komin niður í 8,5 prósent," sagði Beckham. David Beckham hefur spilað 12 deildarleiki með AC Milan á tímabilinu og skoraði í þeim 2 mörk auk þess að gefa margar stoðsendingar á félaga sína í liðinu.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira