Sigurður Ragnar: Þetta eru bestu leikmenn Íslands í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2009 15:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins. Mynd/Stefán „Þetta er hátíðlegur hópur og því ætla ég að lesa hann upp," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þegar hann tilkynnti hvaða 22 stelpur fá að fara á fyrsta stórmótið í sögu íslensks A-landsliðs en framundan er Evrópumót landsliða í Finnlandi. „Við erum búnir að velta þessu vali mikið fyrir okkur enda er um mjög mikilvægan hóp að ræða. Við teljum að þetta séu bestu leikmenn Íslands í dag og við teljum liðið vera mjög vel undirbúið eftir marga undirbúningsleiki á þessu ári," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannafundinum. „Það er einn nýliði í hópnum, Kristín Ýr Bjarnadóttir sem er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna og er að mínu mati einn besti skallamaður landsins. Við misstum Hörpu Þorsteinsdóttur í meiðsli þegar hún fótbrotnaði og Kristín Ýr finnst mér eiga heima í þessum hópi," sagði Sigurður Ragnar sem játti því að valið hafi verið erfitt á milli markmannanna Söndru Sigurðardóttur og Maríu B. Ágústsdóttur. „Þær hafa báðar staðið sig mjög vel í sumar og eru báðar frábærir markmenn. Þær hafa líka gert sín mistök þannig að valið var gríðarlega erfitt. Markmannsstaðan er kannski sú staða þar sem að við erum best sett í liðinu. Við eigum marga frábæra markmenn en niðurstaðan var þessi að Sandra var valin fram yfir Maríu," sagði Sigurður Ragnar. Markmið liðsins eru að komast upp úr riðlinum og inn í átta liða úrslitin. "Það væri frábær árangur að komast upp úr þessum mjög svo erfiða riðli sem við erum í með Þýskalandi, Fraklandi og Noregi," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Við lítum raunsætt á hlutina og við erum í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með Þýskalandi sem hefur unnið tvær síðustu heimsmeistarakeppnir og fékk ekki á sig mark í þeirri síðustu. Þær hafa unnið síðustu fimm evrópumót og þær eru ekki vanar að misstíga sig á stórkeppni. Það verður mikil áskorun að mæta þeim en við vitum að við eigum góða möguleika á móti bæði Frakklandi og Noregi. Við unnið Noreg nokkuð sannfærandi í síðasta leik. Við höfum síðan bæði unnið og tapað á móti Frökkum í jöfnum leikjum þannig að það getur allt gerst þar," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar kallar hópinn saman 12. ágúst en daginn áður fer fram síðasta umferðin í Pepsi-deild kvenna fyrir EM-hléið. Stelpurnar munu þá fara á æfingu og horfa síðan saman á karlalandsleik Íslands og Slóvakíu. Íslenska landsliðið mætir Serbíu á Laugardalsvellinum 15. ágúst og segir Sigurður Ragnar að lokaundirbúningurinn fyrir lokakeppnina hefjist í raun ekki fyrr en eftir hann. „Þetta er mótaleikur og mjög mikilvægur leikur því við erum þarna að hefja leik í nýju móti þar sem við ætlum líka að ná árangri. Þessi leikur má alls ekki gleymast og við ætlum ekki að tapa okkur í undirbúningnum fyrir lokakeppnina því þessi leikur er gríðarlega mikilvægur," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
„Þetta er hátíðlegur hópur og því ætla ég að lesa hann upp," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þegar hann tilkynnti hvaða 22 stelpur fá að fara á fyrsta stórmótið í sögu íslensks A-landsliðs en framundan er Evrópumót landsliða í Finnlandi. „Við erum búnir að velta þessu vali mikið fyrir okkur enda er um mjög mikilvægan hóp að ræða. Við teljum að þetta séu bestu leikmenn Íslands í dag og við teljum liðið vera mjög vel undirbúið eftir marga undirbúningsleiki á þessu ári," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannafundinum. „Það er einn nýliði í hópnum, Kristín Ýr Bjarnadóttir sem er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna og er að mínu mati einn besti skallamaður landsins. Við misstum Hörpu Þorsteinsdóttur í meiðsli þegar hún fótbrotnaði og Kristín Ýr finnst mér eiga heima í þessum hópi," sagði Sigurður Ragnar sem játti því að valið hafi verið erfitt á milli markmannanna Söndru Sigurðardóttur og Maríu B. Ágústsdóttur. „Þær hafa báðar staðið sig mjög vel í sumar og eru báðar frábærir markmenn. Þær hafa líka gert sín mistök þannig að valið var gríðarlega erfitt. Markmannsstaðan er kannski sú staða þar sem að við erum best sett í liðinu. Við eigum marga frábæra markmenn en niðurstaðan var þessi að Sandra var valin fram yfir Maríu," sagði Sigurður Ragnar. Markmið liðsins eru að komast upp úr riðlinum og inn í átta liða úrslitin. "Það væri frábær árangur að komast upp úr þessum mjög svo erfiða riðli sem við erum í með Þýskalandi, Fraklandi og Noregi," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Við lítum raunsætt á hlutina og við erum í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með Þýskalandi sem hefur unnið tvær síðustu heimsmeistarakeppnir og fékk ekki á sig mark í þeirri síðustu. Þær hafa unnið síðustu fimm evrópumót og þær eru ekki vanar að misstíga sig á stórkeppni. Það verður mikil áskorun að mæta þeim en við vitum að við eigum góða möguleika á móti bæði Frakklandi og Noregi. Við unnið Noreg nokkuð sannfærandi í síðasta leik. Við höfum síðan bæði unnið og tapað á móti Frökkum í jöfnum leikjum þannig að það getur allt gerst þar," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar kallar hópinn saman 12. ágúst en daginn áður fer fram síðasta umferðin í Pepsi-deild kvenna fyrir EM-hléið. Stelpurnar munu þá fara á æfingu og horfa síðan saman á karlalandsleik Íslands og Slóvakíu. Íslenska landsliðið mætir Serbíu á Laugardalsvellinum 15. ágúst og segir Sigurður Ragnar að lokaundirbúningurinn fyrir lokakeppnina hefjist í raun ekki fyrr en eftir hann. „Þetta er mótaleikur og mjög mikilvægur leikur því við erum þarna að hefja leik í nýju móti þar sem við ætlum líka að ná árangri. Þessi leikur má alls ekki gleymast og við ætlum ekki að tapa okkur í undirbúningnum fyrir lokakeppnina því þessi leikur er gríðarlega mikilvægur," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti