Björgólfur Guðmundsson - frá upphafi til enda Valur Grettisson og Friðrik Indriðason skrifa 31. júlí 2009 16:28 Björgólfur Guðmundsson ásamt Sigurjóni Þ. Árnasyni. Honum var eitt sinn lýst í Financial Times sem áhrifamesta viðskiptamanni landsins. Hann náði hæstu hæðum þar sem hann prýddi lista Forbes tímaritsins yfir auðugustu menn heimsins. Þetta var gullárið 2007 þegar eignir hans voru metnar á 1,2 milljarða dollara eða rúmlega 150 milljarða kr. Tæpum tuttugu árum áður náði hann lægstu lægðum þegar hann var handtekinn, hnepptur í gæsluvarðhald og að lokum dæmdur í fimm mánaða fangelsi eftir gjaldþrot Hafskips. Núna er Björgólfur Guðmundsson gjaldþrota. Úr dósum í Hafskip Það var árið 1941 sem Björgólfur Guðmundsson fæddist. Hann er sonur Guðmundar Péturs Ólafssonar og Kristínar Davíðsdóttur. Eiginkona Björgólfs er Þóra Hallgrímsson. Björgólfur gekk í Verslunarskóla Íslands og hóf síðan nám í lagadeild Háskóla Íslands en hætti því námi eftir tvö ár. Á meðan á náminu stóð gekk hann í Sjálfstæðisflokkinn og sat í stjórn Heimdallar árin 1965 til 1968. Eftir það gerist hann framkvæmdastjóri Dósaverksmiðjunnar. Árið 1977 var Björgólfur ráðinn framkvæmdastjóri Hafskips. Hann komst í sviðsljós fjölmiðla undir lok ársins 1985 þegar Hafskip varð gjaldþrota. Það mál hafði víðtækar afleiðingar um allt þjóðfélagið og leiddi meðal annars til þess að einn af þáverandi bönkum landsins, Útvegsbankinn, varð einnig gjaldþrota og var lagður niður. Björgólfur Thor Björgólfsson. Gæsluvarðhald Björgólfur, ásamt öðrum mönnum tengdum Hafskipi, voru hnepptir í gæsluvarðhald vegna gruns um bókhaldssvik og fleira. Fjölmiðlar voru óvægnir í umfjöllun sinni. Málið þótti hápólitískt. Í réttarhöldunum sagði Björgólfur að það hafi verið fyrirsögn DV sem reyndist þeim dýrkeypt; það var fyrirsögn sem sagði að Hafskip þénaði meira en Eimskip, sem þá var fjöregg Sjálfstæðisflokksins. Mikil málaferli hófust í kjölfarið gegn forráðamönnum Hafskips og stóðu þau árum saman. Árið 1991 var Björgólfur síðan dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldssvik og fleira. Síðar þyngdi Hæstiréttur Íslands dóminn í 12 mánuði. Málið sat lengi í Björgólfi sem vildi að ríkissaksóknari tæki málið aftur upp. Sú krafa kom upp stuttu fyrir bankahrun. Henni var síðan hafnað. Bjór og mafía Tveimur árum eftir sakfellinguna flutti Björgólfur ásamt syni sínum Björgólfi Thor og Magnúsi Þorsteinssyni til Pétursborgar í Rússlandi með hálfónýta gosdrykkjaverksmiðju frá Akureyri. Þeir settu verksmiðjuna upp í borginni og fóru að framleiða þar áfengt gos undir nafninu Bravo. Síðar fóru þeir út í framleiðslu á bjór sem náði vinsældum og fór svo að Heineken keypti verksmiðjuna árið 2002 fyrir 400 milljónir dollara að sagt var. Margar sögur voru tengdar ævintýraför þeirra til Rússlands. Þá var brigslað um meint sambönd við rússnesku mafíuna. Meðal annars voru forstjórar tveggja bruggverksmiðja myrtir á dularfulla hátt. Síðar var kveikt í þriðju bruggverksmiðjunni. Ásakanir um tengslin komu fram í breskum fjölmiðlum. Þeim var alfarið vísað á bug. Magnús Þorsteinsson viðskiptafélagi feðganna. Hann á næst stærsta gjaldþrot einstaklinga hér á landi. Keypti Landsbankann og fékk Riddarakross Snéru þeir félagar heim aftur stuttu fyrir árið 2000 og mynduðu Samson-hópinn sem síðan keypti kjölfestuhlut í Landsbankanum. Kaupin voru umdeild á sínum tíma og hafa verið það alla tíð síðan. Björgólfur sat sem stjórnarformaður Landsbankans frá 2003 þar til síðasta haust er bankinn fór í þrot. Árið 2005 var Björgólfur sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til viðskiptalífs og menningar landsins. Hann þótt örlátur á fé til ýmissa góðgerðar- og menningarmála þegar svokölluð útrás íslenskra viðskiptamanna stóð sem hæst árin 2005 til 2008. Á fyrrgreindu tímabili komst Björgólfur oft á síður heimsblaðanna, ekki hvað síst í kjölfar þess að hann festi kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham undir árslok 2006 ásamt Eggert Magnússyni. Tvö síðustu árin fyrir hrun Landsbankans var Björgólfur og félög tengd honum einkum þekkt fyrir viðamikil kaup á fasteignum og lóðum í borginni. Sló Íslandsmet í gjaldþroti Eftir bankahrunið síðasta haust hefur Björgólfur legið undir harkalegri gagnrýni á fjármálastarfsemi sinni sem og allir aðrir svokallaðir „útrásarvíkingar". Björgólfur kom síðast opinberlega fram í viðtali í Kastljósi. Þá sagðist hann ekki vita hvort hann væri gjaldþrota, enn væri verið að taka saman skuldir hans og stöðu í fjármálalífinu. Nú er það ljóst, Björgólfur á stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar, hugsanlega víðar. Sveinn Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður þrotabústjóri. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Honum var eitt sinn lýst í Financial Times sem áhrifamesta viðskiptamanni landsins. Hann náði hæstu hæðum þar sem hann prýddi lista Forbes tímaritsins yfir auðugustu menn heimsins. Þetta var gullárið 2007 þegar eignir hans voru metnar á 1,2 milljarða dollara eða rúmlega 150 milljarða kr. Tæpum tuttugu árum áður náði hann lægstu lægðum þegar hann var handtekinn, hnepptur í gæsluvarðhald og að lokum dæmdur í fimm mánaða fangelsi eftir gjaldþrot Hafskips. Núna er Björgólfur Guðmundsson gjaldþrota. Úr dósum í Hafskip Það var árið 1941 sem Björgólfur Guðmundsson fæddist. Hann er sonur Guðmundar Péturs Ólafssonar og Kristínar Davíðsdóttur. Eiginkona Björgólfs er Þóra Hallgrímsson. Björgólfur gekk í Verslunarskóla Íslands og hóf síðan nám í lagadeild Háskóla Íslands en hætti því námi eftir tvö ár. Á meðan á náminu stóð gekk hann í Sjálfstæðisflokkinn og sat í stjórn Heimdallar árin 1965 til 1968. Eftir það gerist hann framkvæmdastjóri Dósaverksmiðjunnar. Árið 1977 var Björgólfur ráðinn framkvæmdastjóri Hafskips. Hann komst í sviðsljós fjölmiðla undir lok ársins 1985 þegar Hafskip varð gjaldþrota. Það mál hafði víðtækar afleiðingar um allt þjóðfélagið og leiddi meðal annars til þess að einn af þáverandi bönkum landsins, Útvegsbankinn, varð einnig gjaldþrota og var lagður niður. Björgólfur Thor Björgólfsson. Gæsluvarðhald Björgólfur, ásamt öðrum mönnum tengdum Hafskipi, voru hnepptir í gæsluvarðhald vegna gruns um bókhaldssvik og fleira. Fjölmiðlar voru óvægnir í umfjöllun sinni. Málið þótti hápólitískt. Í réttarhöldunum sagði Björgólfur að það hafi verið fyrirsögn DV sem reyndist þeim dýrkeypt; það var fyrirsögn sem sagði að Hafskip þénaði meira en Eimskip, sem þá var fjöregg Sjálfstæðisflokksins. Mikil málaferli hófust í kjölfarið gegn forráðamönnum Hafskips og stóðu þau árum saman. Árið 1991 var Björgólfur síðan dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldssvik og fleira. Síðar þyngdi Hæstiréttur Íslands dóminn í 12 mánuði. Málið sat lengi í Björgólfi sem vildi að ríkissaksóknari tæki málið aftur upp. Sú krafa kom upp stuttu fyrir bankahrun. Henni var síðan hafnað. Bjór og mafía Tveimur árum eftir sakfellinguna flutti Björgólfur ásamt syni sínum Björgólfi Thor og Magnúsi Þorsteinssyni til Pétursborgar í Rússlandi með hálfónýta gosdrykkjaverksmiðju frá Akureyri. Þeir settu verksmiðjuna upp í borginni og fóru að framleiða þar áfengt gos undir nafninu Bravo. Síðar fóru þeir út í framleiðslu á bjór sem náði vinsældum og fór svo að Heineken keypti verksmiðjuna árið 2002 fyrir 400 milljónir dollara að sagt var. Margar sögur voru tengdar ævintýraför þeirra til Rússlands. Þá var brigslað um meint sambönd við rússnesku mafíuna. Meðal annars voru forstjórar tveggja bruggverksmiðja myrtir á dularfulla hátt. Síðar var kveikt í þriðju bruggverksmiðjunni. Ásakanir um tengslin komu fram í breskum fjölmiðlum. Þeim var alfarið vísað á bug. Magnús Þorsteinsson viðskiptafélagi feðganna. Hann á næst stærsta gjaldþrot einstaklinga hér á landi. Keypti Landsbankann og fékk Riddarakross Snéru þeir félagar heim aftur stuttu fyrir árið 2000 og mynduðu Samson-hópinn sem síðan keypti kjölfestuhlut í Landsbankanum. Kaupin voru umdeild á sínum tíma og hafa verið það alla tíð síðan. Björgólfur sat sem stjórnarformaður Landsbankans frá 2003 þar til síðasta haust er bankinn fór í þrot. Árið 2005 var Björgólfur sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til viðskiptalífs og menningar landsins. Hann þótt örlátur á fé til ýmissa góðgerðar- og menningarmála þegar svokölluð útrás íslenskra viðskiptamanna stóð sem hæst árin 2005 til 2008. Á fyrrgreindu tímabili komst Björgólfur oft á síður heimsblaðanna, ekki hvað síst í kjölfar þess að hann festi kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham undir árslok 2006 ásamt Eggert Magnússyni. Tvö síðustu árin fyrir hrun Landsbankans var Björgólfur og félög tengd honum einkum þekkt fyrir viðamikil kaup á fasteignum og lóðum í borginni. Sló Íslandsmet í gjaldþroti Eftir bankahrunið síðasta haust hefur Björgólfur legið undir harkalegri gagnrýni á fjármálastarfsemi sinni sem og allir aðrir svokallaðir „útrásarvíkingar". Björgólfur kom síðast opinberlega fram í viðtali í Kastljósi. Þá sagðist hann ekki vita hvort hann væri gjaldþrota, enn væri verið að taka saman skuldir hans og stöðu í fjármálalífinu. Nú er það ljóst, Björgólfur á stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar, hugsanlega víðar. Sveinn Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður þrotabústjóri.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira