Björgólfur Guðmundsson - frá upphafi til enda Valur Grettisson og Friðrik Indriðason skrifa 31. júlí 2009 16:28 Björgólfur Guðmundsson ásamt Sigurjóni Þ. Árnasyni. Honum var eitt sinn lýst í Financial Times sem áhrifamesta viðskiptamanni landsins. Hann náði hæstu hæðum þar sem hann prýddi lista Forbes tímaritsins yfir auðugustu menn heimsins. Þetta var gullárið 2007 þegar eignir hans voru metnar á 1,2 milljarða dollara eða rúmlega 150 milljarða kr. Tæpum tuttugu árum áður náði hann lægstu lægðum þegar hann var handtekinn, hnepptur í gæsluvarðhald og að lokum dæmdur í fimm mánaða fangelsi eftir gjaldþrot Hafskips. Núna er Björgólfur Guðmundsson gjaldþrota. Úr dósum í Hafskip Það var árið 1941 sem Björgólfur Guðmundsson fæddist. Hann er sonur Guðmundar Péturs Ólafssonar og Kristínar Davíðsdóttur. Eiginkona Björgólfs er Þóra Hallgrímsson. Björgólfur gekk í Verslunarskóla Íslands og hóf síðan nám í lagadeild Háskóla Íslands en hætti því námi eftir tvö ár. Á meðan á náminu stóð gekk hann í Sjálfstæðisflokkinn og sat í stjórn Heimdallar árin 1965 til 1968. Eftir það gerist hann framkvæmdastjóri Dósaverksmiðjunnar. Árið 1977 var Björgólfur ráðinn framkvæmdastjóri Hafskips. Hann komst í sviðsljós fjölmiðla undir lok ársins 1985 þegar Hafskip varð gjaldþrota. Það mál hafði víðtækar afleiðingar um allt þjóðfélagið og leiddi meðal annars til þess að einn af þáverandi bönkum landsins, Útvegsbankinn, varð einnig gjaldþrota og var lagður niður. Björgólfur Thor Björgólfsson. Gæsluvarðhald Björgólfur, ásamt öðrum mönnum tengdum Hafskipi, voru hnepptir í gæsluvarðhald vegna gruns um bókhaldssvik og fleira. Fjölmiðlar voru óvægnir í umfjöllun sinni. Málið þótti hápólitískt. Í réttarhöldunum sagði Björgólfur að það hafi verið fyrirsögn DV sem reyndist þeim dýrkeypt; það var fyrirsögn sem sagði að Hafskip þénaði meira en Eimskip, sem þá var fjöregg Sjálfstæðisflokksins. Mikil málaferli hófust í kjölfarið gegn forráðamönnum Hafskips og stóðu þau árum saman. Árið 1991 var Björgólfur síðan dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldssvik og fleira. Síðar þyngdi Hæstiréttur Íslands dóminn í 12 mánuði. Málið sat lengi í Björgólfi sem vildi að ríkissaksóknari tæki málið aftur upp. Sú krafa kom upp stuttu fyrir bankahrun. Henni var síðan hafnað. Bjór og mafía Tveimur árum eftir sakfellinguna flutti Björgólfur ásamt syni sínum Björgólfi Thor og Magnúsi Þorsteinssyni til Pétursborgar í Rússlandi með hálfónýta gosdrykkjaverksmiðju frá Akureyri. Þeir settu verksmiðjuna upp í borginni og fóru að framleiða þar áfengt gos undir nafninu Bravo. Síðar fóru þeir út í framleiðslu á bjór sem náði vinsældum og fór svo að Heineken keypti verksmiðjuna árið 2002 fyrir 400 milljónir dollara að sagt var. Margar sögur voru tengdar ævintýraför þeirra til Rússlands. Þá var brigslað um meint sambönd við rússnesku mafíuna. Meðal annars voru forstjórar tveggja bruggverksmiðja myrtir á dularfulla hátt. Síðar var kveikt í þriðju bruggverksmiðjunni. Ásakanir um tengslin komu fram í breskum fjölmiðlum. Þeim var alfarið vísað á bug. Magnús Þorsteinsson viðskiptafélagi feðganna. Hann á næst stærsta gjaldþrot einstaklinga hér á landi. Keypti Landsbankann og fékk Riddarakross Snéru þeir félagar heim aftur stuttu fyrir árið 2000 og mynduðu Samson-hópinn sem síðan keypti kjölfestuhlut í Landsbankanum. Kaupin voru umdeild á sínum tíma og hafa verið það alla tíð síðan. Björgólfur sat sem stjórnarformaður Landsbankans frá 2003 þar til síðasta haust er bankinn fór í þrot. Árið 2005 var Björgólfur sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til viðskiptalífs og menningar landsins. Hann þótt örlátur á fé til ýmissa góðgerðar- og menningarmála þegar svokölluð útrás íslenskra viðskiptamanna stóð sem hæst árin 2005 til 2008. Á fyrrgreindu tímabili komst Björgólfur oft á síður heimsblaðanna, ekki hvað síst í kjölfar þess að hann festi kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham undir árslok 2006 ásamt Eggert Magnússyni. Tvö síðustu árin fyrir hrun Landsbankans var Björgólfur og félög tengd honum einkum þekkt fyrir viðamikil kaup á fasteignum og lóðum í borginni. Sló Íslandsmet í gjaldþroti Eftir bankahrunið síðasta haust hefur Björgólfur legið undir harkalegri gagnrýni á fjármálastarfsemi sinni sem og allir aðrir svokallaðir „útrásarvíkingar". Björgólfur kom síðast opinberlega fram í viðtali í Kastljósi. Þá sagðist hann ekki vita hvort hann væri gjaldþrota, enn væri verið að taka saman skuldir hans og stöðu í fjármálalífinu. Nú er það ljóst, Björgólfur á stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar, hugsanlega víðar. Sveinn Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður þrotabústjóri. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Honum var eitt sinn lýst í Financial Times sem áhrifamesta viðskiptamanni landsins. Hann náði hæstu hæðum þar sem hann prýddi lista Forbes tímaritsins yfir auðugustu menn heimsins. Þetta var gullárið 2007 þegar eignir hans voru metnar á 1,2 milljarða dollara eða rúmlega 150 milljarða kr. Tæpum tuttugu árum áður náði hann lægstu lægðum þegar hann var handtekinn, hnepptur í gæsluvarðhald og að lokum dæmdur í fimm mánaða fangelsi eftir gjaldþrot Hafskips. Núna er Björgólfur Guðmundsson gjaldþrota. Úr dósum í Hafskip Það var árið 1941 sem Björgólfur Guðmundsson fæddist. Hann er sonur Guðmundar Péturs Ólafssonar og Kristínar Davíðsdóttur. Eiginkona Björgólfs er Þóra Hallgrímsson. Björgólfur gekk í Verslunarskóla Íslands og hóf síðan nám í lagadeild Háskóla Íslands en hætti því námi eftir tvö ár. Á meðan á náminu stóð gekk hann í Sjálfstæðisflokkinn og sat í stjórn Heimdallar árin 1965 til 1968. Eftir það gerist hann framkvæmdastjóri Dósaverksmiðjunnar. Árið 1977 var Björgólfur ráðinn framkvæmdastjóri Hafskips. Hann komst í sviðsljós fjölmiðla undir lok ársins 1985 þegar Hafskip varð gjaldþrota. Það mál hafði víðtækar afleiðingar um allt þjóðfélagið og leiddi meðal annars til þess að einn af þáverandi bönkum landsins, Útvegsbankinn, varð einnig gjaldþrota og var lagður niður. Björgólfur Thor Björgólfsson. Gæsluvarðhald Björgólfur, ásamt öðrum mönnum tengdum Hafskipi, voru hnepptir í gæsluvarðhald vegna gruns um bókhaldssvik og fleira. Fjölmiðlar voru óvægnir í umfjöllun sinni. Málið þótti hápólitískt. Í réttarhöldunum sagði Björgólfur að það hafi verið fyrirsögn DV sem reyndist þeim dýrkeypt; það var fyrirsögn sem sagði að Hafskip þénaði meira en Eimskip, sem þá var fjöregg Sjálfstæðisflokksins. Mikil málaferli hófust í kjölfarið gegn forráðamönnum Hafskips og stóðu þau árum saman. Árið 1991 var Björgólfur síðan dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldssvik og fleira. Síðar þyngdi Hæstiréttur Íslands dóminn í 12 mánuði. Málið sat lengi í Björgólfi sem vildi að ríkissaksóknari tæki málið aftur upp. Sú krafa kom upp stuttu fyrir bankahrun. Henni var síðan hafnað. Bjór og mafía Tveimur árum eftir sakfellinguna flutti Björgólfur ásamt syni sínum Björgólfi Thor og Magnúsi Þorsteinssyni til Pétursborgar í Rússlandi með hálfónýta gosdrykkjaverksmiðju frá Akureyri. Þeir settu verksmiðjuna upp í borginni og fóru að framleiða þar áfengt gos undir nafninu Bravo. Síðar fóru þeir út í framleiðslu á bjór sem náði vinsældum og fór svo að Heineken keypti verksmiðjuna árið 2002 fyrir 400 milljónir dollara að sagt var. Margar sögur voru tengdar ævintýraför þeirra til Rússlands. Þá var brigslað um meint sambönd við rússnesku mafíuna. Meðal annars voru forstjórar tveggja bruggverksmiðja myrtir á dularfulla hátt. Síðar var kveikt í þriðju bruggverksmiðjunni. Ásakanir um tengslin komu fram í breskum fjölmiðlum. Þeim var alfarið vísað á bug. Magnús Þorsteinsson viðskiptafélagi feðganna. Hann á næst stærsta gjaldþrot einstaklinga hér á landi. Keypti Landsbankann og fékk Riddarakross Snéru þeir félagar heim aftur stuttu fyrir árið 2000 og mynduðu Samson-hópinn sem síðan keypti kjölfestuhlut í Landsbankanum. Kaupin voru umdeild á sínum tíma og hafa verið það alla tíð síðan. Björgólfur sat sem stjórnarformaður Landsbankans frá 2003 þar til síðasta haust er bankinn fór í þrot. Árið 2005 var Björgólfur sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til viðskiptalífs og menningar landsins. Hann þótt örlátur á fé til ýmissa góðgerðar- og menningarmála þegar svokölluð útrás íslenskra viðskiptamanna stóð sem hæst árin 2005 til 2008. Á fyrrgreindu tímabili komst Björgólfur oft á síður heimsblaðanna, ekki hvað síst í kjölfar þess að hann festi kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham undir árslok 2006 ásamt Eggert Magnússyni. Tvö síðustu árin fyrir hrun Landsbankans var Björgólfur og félög tengd honum einkum þekkt fyrir viðamikil kaup á fasteignum og lóðum í borginni. Sló Íslandsmet í gjaldþroti Eftir bankahrunið síðasta haust hefur Björgólfur legið undir harkalegri gagnrýni á fjármálastarfsemi sinni sem og allir aðrir svokallaðir „útrásarvíkingar". Björgólfur kom síðast opinberlega fram í viðtali í Kastljósi. Þá sagðist hann ekki vita hvort hann væri gjaldþrota, enn væri verið að taka saman skuldir hans og stöðu í fjármálalífinu. Nú er það ljóst, Björgólfur á stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar, hugsanlega víðar. Sveinn Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður þrotabústjóri.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira