Innlent

Guðlaugur fékk 25 milljónir frá aðilum sem segja ekki til nafns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson fékk 25 milljónir fyrir prófkjörið árið 2007. Mynd/ Anton.
Guðlaugur Þór Þórðarson fékk 25 milljónir fyrir prófkjörið árið 2007. Mynd/ Anton.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, safnaði tæpum 25 milljónum frá einstaklingum og fyrirtækjum fyrir prófkjör sitt til alþingiskosninganna árið 2007. Þetta kemur fram í yfirliti sem Ríkisendurskoðun birti á vefsíðu sinni í dag.

Guðlaugur Þór safnaði 17, 7 milljónum frá fyrirtækjum en um 7,1 milljón frá einstaklingum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur ekki fram hverjir styrktu Guðlaug og tekið fram að óskað hafi verið nafnleyndar. Þeir sem styrktu framboð Guðlaugs mest gáfu 2 milljónir króna.

Guðlaugur Þór sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu í Reykjavík árið 2007. Hann atti kappi við Björn Bjarnason, þáverandi ráðherra. Styrkir til Björns eru ekki gefnir upp í skýrslunni.

Flokksbróðir Guðlaugs og Björns, Illugi Gunnarsson, safnaði um 14,5 milljónum króna fyrir sama prófkjör. Þar af komu um 10 milljónir frá fyrirtækjum en annað kom frá einstaklingum. Exista veitti Illuga hæsta styrkinn, eða 3 milljónir króna.

Kristján Þór Júlíusson safnaði 2,7 milljónum króna. Hann gaf ekki upp hverjir hefðu styrkt sig, en ljóst að eitt fyrirtæki hefur styrkt hann um hærri upphæð en 500 þúsund.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir safnaði tæpum 5 milljónum króna. Þar af komu 4,5 milljónir frá Lansbankanum, Exista og Kaupþingi, en hver aðili um sig gaf 1,5 milljón króna.

Aðrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fengu ekki framlög yfir 500 þúsund krónum.

Vísir mun segja frá styrkjum til frambjóðenda annarra flokka síðar í kvöld.
Tengdar fréttir

Birta upplýsingar um framlög til stjórnmálaflokka 2002 - 2006

Ríkisendurskoðun hefur birt samræmdar upplýsingar um fjárframlög til Framsóknarflokksins, Reykjavíkurlistans og Samfylkingarinnar á tímabilinu 2002-2006. Einnig upplýsingar um framlög til aðalskrifstofa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs auk nokkurra eininga sem tilheyra síðarnefnda flokknum á sama tímabili.

Steinunn Valdís fékk tvær milljónir frá Landsbankanum

Steinunn Valdís Óskarsdóttir fékk hæsta einstaka styrk allra þátttakenda í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningar árið 2007. Hún fékk tvær milljónir frá Landsbankanum en auk þess fékk hún eina milljón frá Baugi Group og FL Group. Helgi Hjörvar fékk hæstu styrkina eða alls um 5,6 milljónir. Þetta kemur fram í yfirliti sem Ríkisendurskoðun birti á vefsíðu sinni í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.