Innlent

Birta upplýsingar um framlög til stjórnmálaflokka 2002 - 2006

Ríkisendurskoðun hefur birt samræmdar upplýsingar um fjárframlög til Framsóknarflokksins, Reykjavíkurlistans og Samfylkingarinnar á tímabilinu 2002-2006. Einnig upplýsingar um framlög til aðalskrifstofa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs auk nokkurra eininga sem tilheyra síðarnefnda flokknum á sama tímabili.

Þá hefur stofnunin birt upplýsingar um framlög til frambjóðenda í prófkjöri/forvali vegna alþingiskosninganna 2007 og sveitarstjórnarkosninganna 2006. Enn fremur upplýsingar um framlög til frambjóðenda í formanns- og varaformannskjöri innan flokkanna á tímabilinu 2005-2009.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×