Bandaríski bílarisinn GM endar í ríkiseigu 29. maí 2009 04:30 Heimsendastemning ríkir í hinum stoltu höfuðstöðvum GM í Detroit. fréttablaðið/AP Um helgina rennur út frestur sem stjórnendur General Motors – sem lengi var stærsti bílaframleiðandi heims – hafa til að semja við lánardrottna sína til að afstýra gjaldþroti. Þær viðræður sem átt hafa sér stað um málið þessa vikuna hafa bara snúist um aðferðafræðina við að keyra „gamla GM“ í gegnum gjaldþrot svo að sem fyrst verði hægt að fela endurreistu fyrirtæki án sligandi skuldaklafa að halda „straumlínulöguðum“ rekstri áfram. Samkvæmt því sem frést hafði í gær um gang viðræðnanna er hópur stærstu lánardrottna GM, sem eiga um fimmtung ótryggðra heildarskulda samsteypunnar, nú jákvæðari fyrir áformum stjórnvalda um að keyra GM í gegnum hraðgjaldþrot, gegn því að lánardrottnarnir fái stærri hlut í hinu endurreista fyrirtæki en þeim hafði áður verið boðið. Samkvæmt því tilboði sem þeim var gert fyrr í vikunni áttu þeir að fá tíu prósent hlutafjár í nýja fyrirtækinu gegn því að afskrifa kröfur sínar. Því tilboði var hafnað. Samkvæmt nýja tilboðinu er áætlunin sú að ríkið eigi 72,5 prósent hlutafjár í endurreistu GM, eftirlaunasjóður starfsmanna 17,5 prósent og aðrir kröfuhafar 10 prósent. Þeim síðastnefndu mun jafnframt standa til boða að kaupa 15 prósent hlutafjár til viðbótar (af ríkinu) á niðursettu verði. Áformin gera ráð fyrir að í hinu endurreista GM verði aðeins arðbærustu einingar fyrirtækisins en þær sem standa síst undir sér verða skildar eftir í því gamla. Þær eignir verði í gegnum gjaldþrotaferlið nýttar til að greiða almennum kröfuhöfum. Þetta er hliðstætt ferli og ákveðið var fyrir Chrysler fyrir mánuði. AP-fréttastofan hafði eftir heimildarmanni sem komið hefur að viðræðunum í Detroit að til standi að loka fjórtán verksmiðjum, en með þeim tapast um 21.000 störf. Enn er óljóst hvað verður um Evrópudeild GM, en uppistaða hennar eru Opel-verksmiðjurnar í Þýskalandi. Nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á að taka reksturinn yfir, en þau áform eru öll háð því að stjórnvöld í Þýskalandi (og öðrum löndum Evrópu þar sem GM er með umsvif) gangist í ábyrgðir fyrir fjármögnun yfirtökunnar, gegn því að heita því að skera ekki niður fleiri störf en ýtrasta nauðsyn krefur. Viðræður fóru fram milli málsaðila í Berlín í fyrradag. Fundurinn teygðist fram á nótt en endaði án niðurstöðu, að sögn vegna þess að það var ekki fyrr en á honum stóð að upp úr dúrnum kom að Opel þarf á 300 milljónum evra meira til að geta staðið við skammtímaskuldbindingar sínar en hingað til var talið. Í dag, föstudag, á að ræða möguleikana á lausn á sérboðuðum bráðafundi ráðherra frá þeim Evrópusambandslöndum þar sem mörg GM-störf eru í húfi. audunn@frettabladid.is Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Um helgina rennur út frestur sem stjórnendur General Motors – sem lengi var stærsti bílaframleiðandi heims – hafa til að semja við lánardrottna sína til að afstýra gjaldþroti. Þær viðræður sem átt hafa sér stað um málið þessa vikuna hafa bara snúist um aðferðafræðina við að keyra „gamla GM“ í gegnum gjaldþrot svo að sem fyrst verði hægt að fela endurreistu fyrirtæki án sligandi skuldaklafa að halda „straumlínulöguðum“ rekstri áfram. Samkvæmt því sem frést hafði í gær um gang viðræðnanna er hópur stærstu lánardrottna GM, sem eiga um fimmtung ótryggðra heildarskulda samsteypunnar, nú jákvæðari fyrir áformum stjórnvalda um að keyra GM í gegnum hraðgjaldþrot, gegn því að lánardrottnarnir fái stærri hlut í hinu endurreista fyrirtæki en þeim hafði áður verið boðið. Samkvæmt því tilboði sem þeim var gert fyrr í vikunni áttu þeir að fá tíu prósent hlutafjár í nýja fyrirtækinu gegn því að afskrifa kröfur sínar. Því tilboði var hafnað. Samkvæmt nýja tilboðinu er áætlunin sú að ríkið eigi 72,5 prósent hlutafjár í endurreistu GM, eftirlaunasjóður starfsmanna 17,5 prósent og aðrir kröfuhafar 10 prósent. Þeim síðastnefndu mun jafnframt standa til boða að kaupa 15 prósent hlutafjár til viðbótar (af ríkinu) á niðursettu verði. Áformin gera ráð fyrir að í hinu endurreista GM verði aðeins arðbærustu einingar fyrirtækisins en þær sem standa síst undir sér verða skildar eftir í því gamla. Þær eignir verði í gegnum gjaldþrotaferlið nýttar til að greiða almennum kröfuhöfum. Þetta er hliðstætt ferli og ákveðið var fyrir Chrysler fyrir mánuði. AP-fréttastofan hafði eftir heimildarmanni sem komið hefur að viðræðunum í Detroit að til standi að loka fjórtán verksmiðjum, en með þeim tapast um 21.000 störf. Enn er óljóst hvað verður um Evrópudeild GM, en uppistaða hennar eru Opel-verksmiðjurnar í Þýskalandi. Nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á að taka reksturinn yfir, en þau áform eru öll háð því að stjórnvöld í Þýskalandi (og öðrum löndum Evrópu þar sem GM er með umsvif) gangist í ábyrgðir fyrir fjármögnun yfirtökunnar, gegn því að heita því að skera ekki niður fleiri störf en ýtrasta nauðsyn krefur. Viðræður fóru fram milli málsaðila í Berlín í fyrradag. Fundurinn teygðist fram á nótt en endaði án niðurstöðu, að sögn vegna þess að það var ekki fyrr en á honum stóð að upp úr dúrnum kom að Opel þarf á 300 milljónum evra meira til að geta staðið við skammtímaskuldbindingar sínar en hingað til var talið. Í dag, föstudag, á að ræða möguleikana á lausn á sérboðuðum bráðafundi ráðherra frá þeim Evrópusambandslöndum þar sem mörg GM-störf eru í húfi. audunn@frettabladid.is
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira