Innlent

Árásarkonan var að hefna sín á foreldrunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsið að Suðurgötu þar sem litla stelpan var stungin. Mynd/ Vilhelm.
Húsið að Suðurgötu þar sem litla stelpan var stungin. Mynd/ Vilhelm.
Konan sem var handtekin fyrir að ráðast með eggvopni á 5 ára gamla stelpu á Suðurgötunni í Keflavík eftir hádegi í dag var að hefna sín á foreldrum stelpunnar samkvæmt heimildum Vísis.

Eftir því sem Vísir kemst næst höfðu foreldrar stelpunnar gefið skýrslu hjá lögreglunni eftir að hafa orðið vitni að því þegar að konan, sem er 22 ára gömul, skemmdi vélhjól sem varð á vegi hennar. Þá hafi þau einnig upplýst lögregluna um að konan hafi brotið rúðu í húsi.

Litla stelpan er á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og verður þar undir eftirliti fram til morguns.






Tengdar fréttir

Rannsóknarlögreglan fór inn í hús á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur girt af hús í Keflavík vegna aðgerða sem þar fer fram. Varðstjóri hjá lögreglunni sem Vísir náði tali af sagðist ekki geta gefið upplýsingar um málið að öðru leyti en því að um væri að ræða vettvangsstörf af hálfu rannsóknarlögreglunnar.

Stakk 5 ára gamla stelpu með eggvopni

Tuttugu og tveggja ára gömul kona var handtekin í Keflavík í dag grunuð um að hafa veitt 5 ára gamalli stelpu áverka með eggvopni. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Mikil lögregluaðgerð stóð yfir í Keflavík í morgun vegna málsins. Ekki er vitað hvort konan hafi þekkt eitthvað til telpunnar eða hvað vakti fyrir henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×