Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl 25. ágúst 2009 21:53 Árni Johnsen hlustaði af athygli á sérstæðan málflutning Sigmundar. „Ég fann ekkert athugavert við hann," segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. Framkoma Sigmundar hefur vakið athygli víða. Meðal annars gengur myndband manna á milli undir heitinu: Fjör á Ölþingi. Í myndbandinu er klippt saman eldræða Sigmundar um Icesave málið og svo andsvör hans gagnvart þingmönnum. Í einu svarinu ávarpar hann meira að það segja Árna Johnsen í þingsal. Framkoma Sigmundar þótti svo undarleg að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona og samflokkskona Árna, hyggst taka málið upp í forsætisnefnd. Sjálf er hún fyrsti varaforseti Alþingis. Árni segist ekki hafa neitt út á hegðun Sigmundar Ernis að setja. „Hann hefur ákveðin stíl og lagði greinilega mikla vinnu í þessa ræðu," segir Árni um Sigmund þetta undarlega kvöld. Í viðtali við Vísi daginn eftir umræðurnar sagði Sigmundur Ernir að það hefði verið galsi í þingmönnum seint um kvöldið. Nú er spurning sú hvort galsinn hafi í raun verið áfengisneysla. Hann neitaði því þó alfarið samkvæmt fréttastofu RÚV en fréttaritari þeirra á Norðurlandi spurði hann í dag hvort hann hefði neytt áfengis þetta kvöld. „Þetta er of langt gengið," segir Árni um viðbrögð Ragnheiðar en sjálfur er hann staddur í Færeyjum á fundum. Hann hafði ekki séð fréttina en heyrði af henni. Honum þykir viðbrögð Ragnheiðar harkaleg. „Það er ekkert hægt að kvarta undan Sigmundi Erni að mínu mati," segir Árni sem sjálfur ræddi við þingmanninn þetta sama kvöld og segir Sigmund ekki sekann um annað en dramatískan flutning á metnaðarfullri ræðu sinni. Ekkert hefur náðst í Sigmund þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir Vísis. Þá hefur ekki heldur náðst í formann þingflokks Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, en heimildir fréttastofu herma að hann hafi rætt málið sérstaklega við Sigmund. Tengdar fréttir Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36 „Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Sjá meira
„Ég fann ekkert athugavert við hann," segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. Framkoma Sigmundar hefur vakið athygli víða. Meðal annars gengur myndband manna á milli undir heitinu: Fjör á Ölþingi. Í myndbandinu er klippt saman eldræða Sigmundar um Icesave málið og svo andsvör hans gagnvart þingmönnum. Í einu svarinu ávarpar hann meira að það segja Árna Johnsen í þingsal. Framkoma Sigmundar þótti svo undarleg að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona og samflokkskona Árna, hyggst taka málið upp í forsætisnefnd. Sjálf er hún fyrsti varaforseti Alþingis. Árni segist ekki hafa neitt út á hegðun Sigmundar Ernis að setja. „Hann hefur ákveðin stíl og lagði greinilega mikla vinnu í þessa ræðu," segir Árni um Sigmund þetta undarlega kvöld. Í viðtali við Vísi daginn eftir umræðurnar sagði Sigmundur Ernir að það hefði verið galsi í þingmönnum seint um kvöldið. Nú er spurning sú hvort galsinn hafi í raun verið áfengisneysla. Hann neitaði því þó alfarið samkvæmt fréttastofu RÚV en fréttaritari þeirra á Norðurlandi spurði hann í dag hvort hann hefði neytt áfengis þetta kvöld. „Þetta er of langt gengið," segir Árni um viðbrögð Ragnheiðar en sjálfur er hann staddur í Færeyjum á fundum. Hann hafði ekki séð fréttina en heyrði af henni. Honum þykir viðbrögð Ragnheiðar harkaleg. „Það er ekkert hægt að kvarta undan Sigmundi Erni að mínu mati," segir Árni sem sjálfur ræddi við þingmanninn þetta sama kvöld og segir Sigmund ekki sekann um annað en dramatískan flutning á metnaðarfullri ræðu sinni. Ekkert hefur náðst í Sigmund þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir Vísis. Þá hefur ekki heldur náðst í formann þingflokks Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, en heimildir fréttastofu herma að hann hafi rætt málið sérstaklega við Sigmund.
Tengdar fréttir Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36 „Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Sjá meira
Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36
„Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38