Erlent

Arnold fær styttu af Pútín

Styttan af Pútín
Styttan af Pútín

Rússneska vaxtarræktar­sambandið hefur látið gera brjóstmynd af Vladimír Pútín sem gefa á Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu.

Árið 1991 gaf sambandið Schwarzenegger styttu af honum og þáverandi forseta sambandsins. Þegar forystumenn sambandsins komust að því að Arnold safnaði styttum ákváðu þeir að láta gera fyrir hann styttur af sovétleiðtogunum Lenín og Stalín. Fleiri leiðtogar fylgdu í kjölfarið, og nú er komið að Pútín.

Talsmaður Pútíns segir hann ekki samþykkan uppátækinu. Hann vilji alls ekki að gert sé út á persónulegar vinsældir hans.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×