Range Rover eigendur geta þurft félagslega aðstoð Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. júlí 2009 13:27 Beiðnum um félagslega aðstoð í Reykjavík hefur fjölgað um 25-30% á þessu ári. Þetta kom fram á fundi félags- og tryggingamálanefndar Alþingis með Hjálparstofnun kirkjunnar, Velverðarsviði Reykjavíkurborgar og Velferðarvaktinni í morgun. Lilja Mósesdóttir, formaður félags- og tryggingamálanefndar segir að merki kreppunnar séu farin að sjást víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Lilja segir að sá hópur sem þurfi félagslega aðstoða sé svolítið frábrugðinn því sem verið hefur þrátt fyrir að það fólk sem verst var statt fyrir bankahrunið finni hvað mest fyrir áhrifum kreppunnar. „Vegna þess að það hafði svo lítið umfram sem er svo að eyðast upp í aukinni verðbólgu," segir Lilja.Langtímaatvinnuleysi aldrei meira Hún bendir jafnframt á að ungt fólk finni jafnframt mikið fyrir efnahagsástandinu enda sé atvinnuleysi mikið í yngsta aldurshópnum. Fólk undir tvítugu leiti þó ekki mikið eftir félagslegri aðstoð. „Síðan er það fjölskyldufólkið, sem er með börn, sem er að koma þarna inn," segir Lilja og bendir á að oft sé atvinnuleysi um að kenna. „Langtímaatvinnuleysi hefur náttúrlega aldrei verið eins mikið og það er núna," segir Lilja og bendir á að um 36% atvinnulausra séu búnir að vera atvinnulausir lengur en í sex mánuði. „Þetta fólk á mjög erfitt með að ná endum saman á þessum atvinnuleysisbótum vegna útgjalda sem stafa af því að þetta fólk er með börn," segir Lilja. „Síðan er það bara þessi hópur sem er svo skuldsettur, að hann hefur ekki misst vinnuna en er að borga það mikið í hverjum mánuði af skuldunum að það á ekki fyrir mat allan mánuðinn," segir Lilja. Hún bendir á að þetta fólk búi oft í góðu húsnæði og sé á góðum bílum en geti ekki losað sig við þessar eignir til að minnka skuldabyrðina. „Þetta er fólk sem kemur kannski og biður um félagslega aðstoð og er svo á Range Rover og býr í einhverju einbýlishúsi," segir Lilja og bendir á að fólk geti ekki bjargað sér vegna þess að það er algert frost á bílamarkaði og húsnæðismarkaði. Fjöldi starfa í boði Lilja segir að það sé einkennilegt að um 1100 störf séu laus á vef atvinnuleysisstofnunar en þau hafi ekki verið nema um 430 á sama tíma í fyrra. Skýringin sem gefin hafi verið sé sú að þetta séu allt láglaunastörf og fólki sé betur borgið með því að vera á bótum. „En það getur líka verið, og það er eitt af því sem ég vildi láta skoða , hvort að þessi störf séu ekki hér á höfuðborgarsvæðinu. Hvort að fólk þurfi að flytja en er í einhverju skuldafangelsi hér á höfuðborgarsvæðinu og geti því ekki flutt burt vegna einhverrar skuldsettrar eignar," segir Lilja. Lilja segir að tilgangurinn með fundi félags- og tryggingamálanefndar í morgun hafi verið að auka samstarf og bæta upplýsingagjöf milli ríkis og sveitarfélaga, sem og milli stofnana eins og Vinnumálastofnana og Tryggingastofnunar og þriðju aðila eins og Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Markmiðið sé að gera störf þessa aðila skilvirkara. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Beiðnum um félagslega aðstoð í Reykjavík hefur fjölgað um 25-30% á þessu ári. Þetta kom fram á fundi félags- og tryggingamálanefndar Alþingis með Hjálparstofnun kirkjunnar, Velverðarsviði Reykjavíkurborgar og Velferðarvaktinni í morgun. Lilja Mósesdóttir, formaður félags- og tryggingamálanefndar segir að merki kreppunnar séu farin að sjást víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Lilja segir að sá hópur sem þurfi félagslega aðstoða sé svolítið frábrugðinn því sem verið hefur þrátt fyrir að það fólk sem verst var statt fyrir bankahrunið finni hvað mest fyrir áhrifum kreppunnar. „Vegna þess að það hafði svo lítið umfram sem er svo að eyðast upp í aukinni verðbólgu," segir Lilja.Langtímaatvinnuleysi aldrei meira Hún bendir jafnframt á að ungt fólk finni jafnframt mikið fyrir efnahagsástandinu enda sé atvinnuleysi mikið í yngsta aldurshópnum. Fólk undir tvítugu leiti þó ekki mikið eftir félagslegri aðstoð. „Síðan er það fjölskyldufólkið, sem er með börn, sem er að koma þarna inn," segir Lilja og bendir á að oft sé atvinnuleysi um að kenna. „Langtímaatvinnuleysi hefur náttúrlega aldrei verið eins mikið og það er núna," segir Lilja og bendir á að um 36% atvinnulausra séu búnir að vera atvinnulausir lengur en í sex mánuði. „Þetta fólk á mjög erfitt með að ná endum saman á þessum atvinnuleysisbótum vegna útgjalda sem stafa af því að þetta fólk er með börn," segir Lilja. „Síðan er það bara þessi hópur sem er svo skuldsettur, að hann hefur ekki misst vinnuna en er að borga það mikið í hverjum mánuði af skuldunum að það á ekki fyrir mat allan mánuðinn," segir Lilja. Hún bendir á að þetta fólk búi oft í góðu húsnæði og sé á góðum bílum en geti ekki losað sig við þessar eignir til að minnka skuldabyrðina. „Þetta er fólk sem kemur kannski og biður um félagslega aðstoð og er svo á Range Rover og býr í einhverju einbýlishúsi," segir Lilja og bendir á að fólk geti ekki bjargað sér vegna þess að það er algert frost á bílamarkaði og húsnæðismarkaði. Fjöldi starfa í boði Lilja segir að það sé einkennilegt að um 1100 störf séu laus á vef atvinnuleysisstofnunar en þau hafi ekki verið nema um 430 á sama tíma í fyrra. Skýringin sem gefin hafi verið sé sú að þetta séu allt láglaunastörf og fólki sé betur borgið með því að vera á bótum. „En það getur líka verið, og það er eitt af því sem ég vildi láta skoða , hvort að þessi störf séu ekki hér á höfuðborgarsvæðinu. Hvort að fólk þurfi að flytja en er í einhverju skuldafangelsi hér á höfuðborgarsvæðinu og geti því ekki flutt burt vegna einhverrar skuldsettrar eignar," segir Lilja. Lilja segir að tilgangurinn með fundi félags- og tryggingamálanefndar í morgun hafi verið að auka samstarf og bæta upplýsingagjöf milli ríkis og sveitarfélaga, sem og milli stofnana eins og Vinnumálastofnana og Tryggingastofnunar og þriðju aðila eins og Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Markmiðið sé að gera störf þessa aðila skilvirkara.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira