Erlent

Reknir vegna loftárásar sem banaði 89 óbreyttum borgurum

Hamid Karzai, forseti Afganistan, rak í dag tvo háttsetta menn í afganska hernum vegna loftárásar sem sögð er hafa banað 89 almennum borgurum í fyrradag.

Karzai gagnrýndi í gær Bandaríkjaher vegna loftárásarinnar en nú virðist hann þeirrar skoðunnar að afganski herinn beri ábyrgð á harmleiknum.

Talsmaður bandaríkjahers sagði í dag að árásin á föstudag hafi verið framkvæmd af afganska hernum með aðstoð hins bandaríska. Ætlunin með henni var að fella leiðtoga Talibana í Herat héraði. Svo virðist sem eitthvað mikið hafi farið úrskeiðis því fregnir hafa borist af því að hátt í 90 óbreyttir borgarar hafi fallið.

Þeir sem Karzai rak í dag vegna málsins voru annars vegar hershöfingi og hins vegar majór. Í tilkynningu frá Karzai í dag kemur meðal annars fram að þeir hafi leynt upplýsingum um árásina.

Þeir hafi verið kallaði til Kabúl þar sem skýrslur verða teknar af þeim.

Bandaríkjaher hefur verið þögull sem gröfinn um hversi margir almennir borgarar féllu í loftárásinni. Talsmaður bandaríkjahers hefur einungis sagt að 30 vígamenn hafi verið felldir.

Hann sagði að vísu að herinn ætlaði að rannsaka fréttir þess efnis að mikill fjöldi óbreyttra borgara hafi fallið. Hann vildi þó ekki segja hvenær slíkri rannsókn yrði lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×