Innlent

Kjartan á von á niðurstöðu í dag en vill ekki segja hver niðurstaðan verður

Kjartan Magnússon svarar spurningum blaðamanna.
Kjartan Magnússon svarar spurningum blaðamanna.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að borgarfulltrúar flokksins hafi fundaði mikið í gær og séu enn að ræða málin. Hann telur að niðurstaða náist í málið fljótlega en vildi ekki tilgreina í hverju hún fælist.

Eins og fram hefur komið berast fregnir af samstarfslitum sjálfstæðismanna og F-lista í borginn. Kjartan vildi í samtali við fréttamenn í Ráðhúsinu ekki svara spurningum hvert ágreiningsefnið væri hjá meirihlutaflokkunum og hvort vinnusamningur við Gunnar Smára Egilsson væri meðal ágreiningsefna.



Gunnar Smári flýði blaðamenn
Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri í Ráðhúsinu í gær.

Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar, segir alveg óvíst hvort breytingar verði á meirihlutasamsamstarfi Sjálfstæðisflokks og F-listans. Hann segir að hann og bogarstjóri hafi fundað í gærkvöld eftir fund Ólafs með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins.

Hann vildi í samtali við fjölmiðla ekki gefa upp hvað hefði farið fram á fundi á hans og Ólafs. Hann neitaði því að sjálfstæðismenn og Ólafur hefðu fundað í gærkvöldi eftir að fundi þeirra lauk klukkan sjö.

Þá leituðu blaðamenn viðbragða Gunnars Smára Egilssonar, nýráðins verkefnastjóra hjá borginni, um stöðu hans en hann flýði blaðamenn og vildi engu svara.












Tengdar fréttir

Neitar þreifingum við sjálfstæðismenn

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins neitaði því í morgun að þreifingar hefðu staðið yfir undanfarna daga á milli hans og sjálfstæðismanna um nýjan meirihluta í borginni.

Fundað beggja vegna Tjarnargötunnar

Minnihluti og meirihluti í borgarstjórn sitja nú á fundum hvor sínum megin við Tjarnargötuna til þess að fara yfir atburði undanfarinna.

Útlit fyrir nýjan meirihluta í borginni í dag

Líklegra þykir en ekki að Sjálfstæðisflokkurinn slíti meirihlutasamstarfi sínu við Ólaf F. Magnússon og F-listann í borgarstjórn og leiti samstarfs við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins.

Oddvitar meirihlutans ekki á borgarráðsfundi

Nú þegar kortér er síðan fundur borgarráðs átti að hefjast eru hvorki Ólafur F. Magnússon borgarstjóri né Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, mætt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×