Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að borgarfulltrúar flokksins hafi fundaði mikið í gær og séu enn að ræða málin. Hann telur að niðurstaða náist í málið fljótlega en vildi ekki tilgreina í hverju hún fælist.
Eins og fram hefur komið berast fregnir af samstarfslitum sjálfstæðismanna og F-lista í borginn. Kjartan vildi í samtali við fréttamenn í Ráðhúsinu ekki svara spurningum hvert ágreiningsefnið væri hjá meirihlutaflokkunum og hvort vinnusamningur við Gunnar Smára Egilsson væri meðal ágreiningsefna.
Gunnar Smári flýði blaðamenn

Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar, segir alveg óvíst hvort breytingar verði á meirihlutasamsamstarfi Sjálfstæðisflokks og F-listans. Hann segir að hann og bogarstjóri hafi fundað í gærkvöld eftir fund Ólafs með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins.
Hann vildi í samtali við fjölmiðla ekki gefa upp hvað hefði farið fram á fundi á hans og Ólafs. Hann neitaði því að sjálfstæðismenn og Ólafur hefðu fundað í gærkvöldi eftir að fundi þeirra lauk klukkan sjö.
Þá leituðu blaðamenn viðbragða Gunnars Smára Egilssonar, nýráðins verkefnastjóra hjá borginni, um stöðu hans en hann flýði blaðamenn og vildi engu svara.