Innlent

Útlit fyrir nýjan meirihluta í borginni í dag

Líklegra þykir en ekki að Sjálfstæðisflokkurinn slíti meirihlutasamstarfi sínu við Ólaf F. Magnússon og F-listann í borgarstjórn og leiti samstarfs við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins.

Þykir líklegt að til tíðinda dragi í dag. Þögn hefur ríkt í herbúðum beggja flokka frá því að fundi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, og Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra lauk í Ráðhúsi Reykjavíkur um sjöleytið í gærkvöld.

Ólafur fór yfir sín mál á skrifstofu sinni í Ráðhúsinu fram eftir gærkvöldinu, meðal annars með Jakobi Frímanni Magnússyni miðborgarstjóra. Ekki er vitað hvar sjálfstæðismenn funduðu en samkvæmt heimildum Vísis funduðu borgarfulltrúar flokksins stíft saman í gærkvöld.

Greint er frá því bæði í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag að nýr meirihluti sé í burðarliðnum og að sjálfstæðismenn hafi gefist upp á samstarfi við Ólaf F. Magnússon.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.