Innlent

Fundað beggja vegna Tjarnargötunnar

Minnihluti og meirihluti í borgarstjórn sitja nú á fundum hvor sínum megin við Tjarnargötuna til þess að fara yfir atburði undanfarinna.

Minnihlutinn fundar á skrifstofum gegnt Ráðhúsinu en meirihlutinn í Ráðhúsinu sjálfu. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, sagði í samtali við Vísi rétt áðan að hann hefði engar upplýsingar um möguleg meirihlutaskipti í borginni.

Eins og Vísir greindi frá vofir nú yfir að Sjálfstæðisflokkurinn slíti samstarfinu við F-lista Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra og myndi fjórða meirihlutann í borginni á þessu kjörtímabili með Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Búist er við að til tíðinda dragi í borginni síðar í dag en borgarráðsfundur er klukkan hálftíu.


Tengdar fréttir

Útlit fyrir nýjan meirihluta í borginni í dag

Líklegra þykir en ekki að Sjálfstæðisflokkurinn slíti meirihlutasamstarfi sínu við Ólaf F. Magnússon og F-listann í borgarstjórn og leiti samstarfs við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.