Chelsea vonast til að John Terry og Didier Drogba verði heilir heilsu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Báðir leikmennirnir eru bjartsýnir á að geta spilað í úrslitaleiknum í Moskvu 21. maí.
„Það lítur ekki nægilega vel út með Drogba en við verðum að bíða og sjá," sagði Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea.
Terry var borinn af velli eftir að hafa lent í samstuði á Stamford Bridge í gær. Hann meiddist á olnboga og þarf að hvíla í nokkra daga en ætti að vera klár í slaginn fyrir úrslitaleikinn.