Innlent

Óskar tók sjálfstæðismenn fram yfir Tjarnarkvartettinn

Yfirlýsing lá fyrir um það í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segði af sér sem borgarfulltrúi og Margrét Sverrisdóttir kæmi inn til þess að mynda Tjarnarkvartettinn á ný. Óskar Bergsson hafði úrslitaáhrif í málinu og valdi að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri - grænna.

Vísir greindi frá því að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðisflokksins, hefði slitið meirihlutasamstarfi við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra fyrr í dag. Ákveðið var að ganga í samstarf með Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Verður Hanna Birna borgarstjóri, Óskar formaður borgarráðs og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson foresti borgarstjórnar.

Aðspurð um viðbrögð við þessu segir Sóley að Óskar verði að svara því hvers vegna hann hafi tekið Sjálfstæðisflokkinn fram yfir Tjarnarkvartettinn. „Þetta veldur að sjálfsögðu vonbrigðum því Tjarnarkvartettinn vann ofsalega vel saman. En þetta var hans ákvörðun," segir Sóley.

Hugmyndin um Tjarnarkvartettinn var rædd á fundi minnihlutans fyrir fund borgarrráðs í morgun og biðu fulltrúarnir í minnihlutanum eftir því að Óskar ákveddi sig. Sóley segir að Óskar hafi ekki haft samband og skýrt frá ákvörðun sinni.
Tengdar fréttir

Meirihlutaslit staðreynd - Óskar formaður borgarráðs

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að segja skilið við Ólaf F. Magnússon í meirihlutasamstarfi í borginni og hyggst ganga til samstarfs við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Þetta hefur Vísir eftir heimildarmönnum sínum.

Neitar þreifingum við sjálfstæðismenn

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins neitaði því í morgun að þreifingar hefðu staðið yfir undanfarna daga á milli hans og sjálfstæðismanna um nýjan meirihluta í borginni.

Jakob væntir tíðinda síðar í dag

„Borgarstjóri verður að útskýra það sjálfur,“ segir Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar, aðspurður hvers vegna Ólafur F. Magnússon mætti ekki á borgarráðsfund í morgun eins og venjan er. „Það skýrir sig væntanlega sjálft síðar í dag,“ bætti Jakob við.

Fundað beggja vegna Tjarnargötunnar

Minnihluti og meirihluti í borgarstjórn sitja nú á fundum hvor sínum megin við Tjarnargötuna til þess að fara yfir atburði undanfarinna.

Gunnar Smári afþakkar heiðurinn af falli meirihlutans

Gunnar Smári Egilsson segist ekki trúa því að hann sé svo áhrifaríkur að hann hafi stuðlað að falli meirihluta Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna eins og ýjað hefur verið að.

Brot á samstarfssamningi semji Óskar við sjálfstæðismenn

Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi á fundi minnihlutans í morgun fullvissað samstarfsmenn sína um að hann ætti ekki í neinum viðræðum við sjálfstæðismenn um meirihlutasamstarf. Fundi borgarráðs í Ráðhúsinu er um það bil að ljúka.

Útlit fyrir nýjan meirihluta í borginni í dag

Líklegra þykir en ekki að Sjálfstæðisflokkurinn slíti meirihlutasamstarfi sínu við Ólaf F. Magnússon og F-listann í borgarstjórn og leiti samstarfs við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins.

Oddvitar meirihlutans ekki á borgarráðsfundi

Nú þegar kortér er síðan fundur borgarráðs átti að hefjast eru hvorki Ólafur F. Magnússon borgarstjóri né Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, mætt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.