Innlent

Brot á samstarfssamningi semji Óskar við sjálfstæðismenn

MYND/Jón

Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi á fundi minnihlutans í morgun fullvissað samstarfsmenn sína um að hann ætti ekki í neinum viðræðum við sjálfstæðismenn um meirihlutasamstarf. Fundi borgarráðs í Ráðhúsinu er um það bil að ljúka.

Sagðist Þorleifur líta á það þannig að Óskar hefði gert samning líkt og aðrir í minnihlutanum um samstarf eftir að núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og F-lista tók við. Semdi Óskar við sjálfstæðismenn væri það brot á því samkomulagi.

Þorleifur sagðist engu að síður búast við að það myndi draga til tíðinda í borginni síðar í dag en skýrði það ekki frekar. Þorleifur sagðist aðspurður ekki geta sagt til um það hvort minnihlutinn myndi treysta sér til að ganga til samstarfs aftur við Ólaf F. Magnússon ef sú staða kæmi upp.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×