Erlent

Lítil von á að nokkur finnist á lífi í hlíðum Mont Blanc

Björgunarsveitir segja að lítil sem engin von sé á að fjallgöngumenn sem lentu í snjóflóði sem féll úr hlíðum Mont Blanc í dag finnist á lífi.

Átta eru slasaðir og átta er saknað eftir snjóflóðið sem féll úr hlíðum Mont Blanc í dag. Snjóflóðið hreif með sér hóp af fjallgöngumönnum sem voru að klífa fjallið Frakklandsmeginn.

Verið er að huga að þeim slösuðu á sjúkrahúsi í bænum Chamonix. Þeir sem saknað er voru allir bundir saman við öryggisreipi.

40 sérþjálfaðir leitarhundar hafa fínkembt svæðið þar sem flóðið fór um. En án árangurs. Undir kvöld sagði talsmaður leitarmanna að lítil sem engin von væri á því að nokkur myndi finnast í lífi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×