Erlent

Myrti fimm með exi

Eitt fórnarlamba mannsins borið af vettvangi.
Eitt fórnarlamba mannsins borið af vettvangi.

Austurrískur karlmaður játaði í dag að hafa myrt fimm ættingja sína með exi. Lögreglan í Vínarborg staðfesti þetta síðdegis.

Maðurinn gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun og tilkynnti lögreglumönnum að hann hefði myrt eiginkonu sína og sjö ára dóttur í gær.

Maðurinn, sem er sjálfstætt starfandi almanntengill, viðurkenndi einnig að hafa myrt foreldra sína og tengdaföður.

Eftir að hafa viðurkennt þetta fór lögreglan af stað og fann líkin fimm. Maðurinn segir að ástæðan fyrir gjörðum sínum hafi verið fjárhagsörðugleikar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×