Innlent

Hannes dæmdur til að greiða ekkju Nóbelskáldsins skaðabætur

Andri Ólafsson skrifar

Hæstiréttur dæmdi í dag Hannes Hólmstein Gissurarson til þess að greiða Auði Sveinsdóttur eina og hálfa milljón fyrir að hafa brotið gegn höfundarétti að verkum Halldórs Kiljans Laxness en Auður er ekkja Halldórs.

Hannes var einnig dæmdur til að greiða Auði 1.6 milljón króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.

Auður taldi gróflega brotið á höfundarlögum í 1. bindi ævisögu Halldórs Laxness, sem út kom 2003 og skrifuð var af Hannesi. Hún höfðaði því mál þar sem því var haldið fram að bókin hafi að miklu leyti verið endursögn á endurminningarbókum Halldórs en tilvísun í heimildir verið ábótavant. Auður krafðist því refsingar samkvæmt höfundalögum, miska- og skaðabóta.

Hannes var sýknaður af kröfum Auðar í Héraðsdómi Reykjavíkur en Hæstiréttur sneri þeirri ákvörðun við í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×